Fundur var sameiginlegur með skipulagsnefnd og var fjarfundur.
Dagskrá:
1. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Í eldra aðalskipulagi Eyjafjarðarbrautar var gert ráð fyrir þremur tengingum Hrafnagilshverfis við þjóðveginn eftir færslu Eyjafjarðarbrautar vestari út fyrir þéttbýlið. Þar er um að ræða tengingu norðan þéttbýlisins við Jólahúsið/Sléttu, nýjan tengiveg milli Bakkatraðar og Grísarárspildu sem og tengingu sunnan hverfisins yfir tún Hrafnagilsbýlisins. Vegagerðin hefur farið fram á að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar velji tvær af þessum tengingum sem framtíðartengingu þéttbýlisins við þjóðveginn.
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar verður með í umræðunni á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tenging Hrafnagilshverfis við nýja veglínu Eyjafjarðarbrautar vestri verði norðan Bakkatraðar eins sýnt er á núverandi deiliskipulagi Bakkatraðar. Þá verði einnig gert ráð fyrir tengingu norðan þéttbýlisins að Jólahúsinu og Sléttu. Tengingu til suðurs verði lokað.
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, fulltrúi F-lista í skipulagsnefnd vill láta koma fram óánægju sína með að ekki hafi verið athuguð ný leið frá núverandi Eyjafjarðarbraut vestri til austurs niður á fyrirhugaða nýja veglínu Eyjafjarðarbrautar vestri. Þessi leið myndi þá liggja niður í gegnum núverandi tjaldstæði vestur - austur og þar með væri greið leið og mun styttri inn að kjarna Hrafnagilshverfis.
Skólabílar og öll sú umferð sem liggur beint að skóla, leikskóla og íþróttahúsi kæmi því beint að þessari kjarnaþjónustu. Þannig færi umferðin minna í gegnum hverfið og ekki í gegnum húsagötu eins og núverandi tilaga gerir ráð fyrir á skipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10