Dagskrá:
1. Framkvæmdaráð - 91 - 1911009F
Fundargerð 91. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1910013 - Fjárhagsáætlun 2020 - Framkvæmdaráð
Framkvæmdaáætlun er vísað til síðari umræðu og afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2020 og 2021 - 2023.
2. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 32 - 1911007F
Fundargerð 32. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1910015 - Fjárhagsáætlun 2020 - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Fyrirliggjandi áætlun er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2020.
2.2 1909016 - Kynning á verkefnum Markaðsstofu Norðurlands
Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu nefndarinnar.
2.3 1911017 - Uppbygging áningarstaða
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 1904003 - Málefni er varða hunda og ketti
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi dröð að samþykkt um hunda- og kattahald. Samþykktinni er vísað til síðari umræðu.
3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 315 - 1911005F
Fundargerð 315. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir heimild til skipulagsnefndar um að hefja vinnu við gerð umferðaöryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit.
4. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 149 - 1911002F
Fundargerð 149. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1910019 - Fjárhagsáætlun 2020 - Umhverfisnefnd
Fjárhagsáætlun umhverfisnefdar er vísað til síðari umræðu á fjárhagsáætlun 2020.
4.2 1911006 - Umhverfisverðlaun 2019
Sveitarstjórn óskar handhöfum umhverfisverðlauna 2019 til hamingju og þakkar þeim fyrir sitt framlag til að gera ásýnd sveitarfélagsins fallegri.
4.3 1911007 - Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.4 1910041 - Kolefnisjöfnun og trjárækt Nonna Travel ehf.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
5. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 177 - 1911001F
Fundargerð 177. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1910016 - Fjárhagsáætlun 2020 - Menningarmálanefnd
Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020.
5.2 1910020 - 1. des. hátíð 2019
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
5.3 1910021 - Eyvindur 2019
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
5.4 1911011 - Skilti við eyðibýli
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
5.5 1911013 - Gjóla ehf. - Ósk um leyfi og stað til að sýna heimildarmyndina Gósenlandið
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
5.6 1911012 - Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn fyrir þorrablót 2020
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
6. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 316 - 1911010F
Fundargerð 316. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 1911001 - Ósk um breytta landnotkun á Leifstaðabrúnum nr. 8, 9 og 10
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
6.2 1911021 - Halldórsstaðir - byggingarreitur fyrir skemmu
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
6.3 1911020 - Ytra-Gil - framkvæmdaleyfi til skógræktar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
6.4 1911019 - Ytra-Gil - lóð og byggingarreitur
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
6.5 1911018 - Árbær - heimild til gerðar deiliskipulags
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.
6.6 1909032 - Deiliskipulagsbreyting í Bakkatröð
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, enda samræmist hún viðmiðum um óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Erindinu er vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga og telst það samþykkt ef engin andmæli berast á grenndarkynningatímabili.
6.7 1911022 - Kotra - stofnun lóðarinnar Hásæti
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
6.8 1910006 - B. Hreiðarsson ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslur erindisins.
6.9 1911023 - Eyjafjarðarsveit - efnistaka í Eyjafjarðará 2019
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslur erindisins.
6.10 1911003 - Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.11 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og er sveitarstjóra falið að semja við lægst bjóðanda Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf..
7. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis 2019 - 1905010
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
8. Safnmál 2019 - Fundargerðir Norðurorku - 1901007
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
9. Eyjafjarðarsveit - breyting á samþykktum vegna byggingarnefndar - 1911027
Eftirfarandi var samþykkt samhljóða í sveitarstjórn og bókað:
Samþykkt um niðurfellingu sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis og samþykktar um afgreiðslur nefndarinnar.
1. gr.
Sameiginleg byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis skal lögð niður.
2. gr.
Samþykkt um afgreiðslur sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis,
birt í B deild Stjórnartíðinda þann 17. apríl 2013, nr. 420/2013,skal felld niður.
3. gr.
Samþykkt þessi tekur gildi þegar öll samstarfssveitarfélögin hafa samþykkt
hana og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið birta hana í
Stjórnartíðindum.
10. Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar breyting á nafni og uppfærsla á innihald. - 1911028
Fyrir fundinum liggja uppfærð drög af erindisbréfi íþrótta- og tómsutundanefndar þar sem lagt er til að nefndin fái nýtt nafn, Lýðheilsunefnd. Þá er lagt til að nefndin fái jafnframt það hlutverk að fylgja eftir málefni heilsueflandi samfélags.
Samþykkt er að vísa til síðari umræðu beytingu á erindisbréfi Íþrótta- og tómstundanefndar þar sem lagt er til að hún heiti Lýðheilsunefnd.
11. AFE - Möguleikar í uppbyggingu og rekstri gagnavera á starfssvæði AFE - 1911025
Lagt fram til kynningar
12. Fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 - 1909006
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2020 og 2021 til 2023. Áætluninni er vísað til síðari umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00