Sveitarstjórn

532. fundur 24. maí 2019 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur

532. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 23. maí 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Eiður Jónsson og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 246 - 1905002F
Fundargerð 246. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1903004 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2019-2020
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
1.2 1903027 - Valur og Dagný - Vetrarfrísdagar í leikskólanum Krummakoti
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
1.3 1904014 - Símanotkun í grunnskóla
Afgreiðslu er frestað þar sem beðið er eftir umsögn ungmennaráðs.
1.4 1905001 - Skólapúlsinn - niðurstöður á könnun meðal foreldra og starfsfólks
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 1902016 - Foreldrafélag Hrafnagilsskóla - Starfsemi frístundaheimilis Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til alyktana.
1.6 1811015 - Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.7 1905004 - Leikskólinn Krummakot - Ósk um að ráða 50% verkefnastjóra fyrir agastefnu jákvæðs aga
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
1.8 1905002 - Skólaakstur - kynning á breytingum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.9 1905003 - Skólamötuneyti
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Framkvæmdaráð - 83 - 1905001F
Fundargerð framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 1811012 - Bakkatröð - Gatnagerð og lagnir
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1801031 - Bakkatröð Grundun
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 305 - 1905003F
Fundargerð 305. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1901018 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfi.
Erindið gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1901019 - Kotra - deiliskipulag íbúðarsvæðis Íb13
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn tillögu að deiliskipulagi skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem tilgreinar eru í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 1 b) og 3 a).
3.3 1809017 - Hólafell - Ósk um leyfi fyrir byggingarreit
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið með því skilyrði að byggingarreitir 1 og 2 verði færðir í samræmi við tilmæli í skýrslu Veðurstofu.
3.4 1905005 - Sóknarnefnd Saurbæjarkirkju - Skráning á lóð Saurbæjarkirkju
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
3.5 1810018 - Arnarholt deiliskipulag
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að landeiganda verði gert að staðsetja fráveitumannvirki alfarið innan landeignar sinnar og uppfæra skipulagsgögn í samræmi við það. Minjastofnun hefur farið fram á frest til mánaðamóta maí/júní til að skipa umsögn. Með vísan til athugasemda 2 a), 3 a) og 3 b) frestar skipulagsnefnd afgreiðslu erindisins.
3.6 1801045 - Svönulundur - Ósk um byggingarreit
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að texti greinargerðar verði lagfærður í samræmi við athugasemd sendanda. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem fram koma í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemd 2 b).
3.7 1904004 - Ytri-Varðgjá, landnr. 152838 - Umsókn um landskipti
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
3.8 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að skipulagslýsingunni sé vísaði í kynningarferli skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.9 1905009 - Finnastaðabúið ehf. - Umsókn um byggingarreit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.10 1902003 - Þjóðskrá Íslands - Almannaskráning
Agreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.11 1905012 - Breiðablik - byggingarreitur 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.12 1905013 - Árbær - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að vísa erindinu í grennsdarkynningu á grundvelli 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og að heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu greinar. Ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili erindisins teljist það samþykkt.
3.13 1905014 - Reykhus 4 landskipti
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis - 1905010
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

5. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál - 1905015
Samþykkt að Eyfjarðarsveit gerist aðili að stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Tengiliður sveitarfélagsins við verkefnið verði sveitarstjóri og oddviti.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga - Umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024 - 1905011
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mótmælir harðlega áformuðum um skerðingum á framlögum til jöfnunarsjóðs, sem fram koma í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020 - 2024. Þá samþykkir sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eindreginn stuðning við umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um áætlunina.

7. Handraðinn - Stofa gamla húsmæðraskólans að Laugalandi og munir hans - 1904015
Það kom fram á fundinum að sveitarstjóri hefur átt viðræður við fulltrúa frá Handraðanum svo og fulltrúa þeirra sem húsnæðið hafa til afnota núna.

Málinu er frestað.

8. Mötuneyti - útboð 2019 - 1903025
Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra varðandi kaup á tækjum og búnaði af núverandi rekstaraðila mötuneytis Eyjafjarðarsveitar. Einnig þarf að uppfæra leirtau. Samtals er áætlaður kostnaður við þetta kr. 1.700.000.- Ekki var í fjárhagsáætlun 2019 áætlað fyrir þessum útgjöld. Sveitarsjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 kr. 1.700.000.- á deild 0405 verður þessum útgjöldum mætt með því að lækka handbært fé.

9. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2018 - síðari umræða - 1904006
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2018, tekin til síðari umræðu. Fyrri umræða um reikninginn var 24. apríl.
Reikningurinn er samþykktur samhljóða.
Heildartekjur A og B hluta voru 1,043 m. kr., sem er um 2,6% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 959,2 m.kr en það er um 1,1% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 50,5 m.kr.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2018 en eldri lán voru greidd niður um 16,2 m.kr. Heildar skuldir og skuldbingar í árslok 2018 voru kr. 266 m.kr. og er skuldahlutfallið 26%. Skuldaviðmið er 16% en leyfilegt hámark er 150%. Fjárfestingar ársins námu 119,9 m.kr. Stærri viðhaldsverkefni (markað viðhald) var kr. 23,5 millj.

10. Sóknar- og byggðaáætlun - 1905017
Lagt fram til kynningar.

11. Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga - 1905016
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og oddvita falið að skila inn umsögn um skjalið í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?