529. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 7. mars 2019 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. Framkvæmdaráð - 82 - 1902005F
Fundargerð 82. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 171 - 1902001F
Fundargerð 171. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1809021 - Félagsráðgjafar skulu annast félagslega ráðgjöf, breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018
Afgreiðsla félagsmálanefndar er samþykkt.
2.2 1705015 - Ferliþjónusta / ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1810032 - Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal sumarið 2018 - Styrkumsókn
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 1811031 - Kynning á Mín líðan, fjargeðheilbrigðisþjónustu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5 1902012 - Verkefni Félagsmálanefndar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Sigurður Ingi Friðleifsson mætti á fundinn.
3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 301 - 1903001F
Fundargerð 301. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1902013 - Fallorka ehf. - Hækkun stíflu Djúpadalsvirkjun 2
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1902007 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar S&A eignir ehf. um rekstrarleyfi til sölu gistingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.3 1809034 - Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna
Jón Stefánsson og Ásta Arnbjörg Pétursdóttir lýstu sig vanhæfa og véku af fundi undir þessum lið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1901030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Fundargerðir Eyþings, 317. stjórnarfundur og fundur fulltrúaráðs 15.02.19 - 1902014
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. Fundargerðir Norðurorku 230. fundur - 1901007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - íbúasamráðsverkefni - 1903001
Lagt fram til kynningar.
8. Leikskólinn Krummakot - Fjölskylduvænt samfélag - 1902010
Lagt fram til kynningar og vísað til umsagnar hjá skólanefnd.
9. Erindisbréf - Ungmennaráð - 1902015
Erindisbréfið er samþykkt og vísað til síðari umræðu.
10. Eyþing - fundargerð 315. fundar, svar við fyrirspurn - 1901020
Lagt fram til kynningar.
11. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2018 - 2022, skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. - 1806007
Benjamín Davíðsson óskar eftir leyfi um óákveðin tíma frá störfum í skipulagsnefnd. Samþykkt að Eiður Jónsson taki sæti Benjamíns sem varamaður í skipulagsnefnd.
12. Staða og horfur í landbúnaði - 1903005
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar leggst gegn frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Aukinn innflutningur mun auka hættuna á sýklalyfjaónæmi, fjölga sýkingum í mönnum, ógna viðkvæmum búfjárstofnum og hafa mikil hagræn áhrif á landsbyggðinni.
Helstu sérfræðingar landsins í smitsjúkdómum og sýklafræðum hafa ítrekað varað við aukinni hættu á sýklalyfjaónæmi. Sýklalyfjaónæmi í fólki á Íslandi er það lægsta sem þekkist í heiminum þrátt fyrir að notkun fólks á sýklalyfjum sé svipuð og í Evrópu. Það er skylda okkar að gera allt sem hægt er til að berjast gegn sýklalyfjaónæmi og verja lýðheilsu þjóðarinnar.
Einnig ber okkur skylda til að verja íslenska búfjárstofna fyrir sjúkdómum. Það er gríðarlega mikilvægt að halda þeirri sérstöðu sem hefur verið í sjúkdómstöðu íslenskra búfjarstofna. Það á að vera öllum ljóst hve viðkvæmir bústofnar okkar eru vegna langvarandi einangrunar sem þeir hafa búið við.
Landbúnaður er mikilvægasta atvinnugrein Eyjafjarðarsveitar og er nauðsynlegt að auka starfsöryggi innan greinarinnar. Viljum við í því samhengi benda á nýútkomna skýrslu Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi. Staðbundið efnahagslegt mikilvægi landbúnaðar á Íslandi sem unnin var að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem efndi til samstarfs allra atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hvetur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ríkisstjórn og alla alþingismenn til að íhuga alvarlega hvaða afleiðingar þetta frumvarp mun hafa og styðja þess í stað við innlenda matvælaframleiðslu og sérstöðu landsins og þar með lýðheilsu þjóðarinnar.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vill einnig vekja athygli á að framkomnar mótvægisaðgerðir í aðgerðaráætlun eru ófjármagnaðar og lítið útfærðar.
Nauðsynleg er að meta samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar og setja fram aðgerðir til að jafna samkeppnisstöðu t.d. með því að yfirfara tolla.
Að lokum er það lágmarkskrafa að stjórnvöld hlutist til um að merkingar kjöts séu með þeim hætti að augljóst sé hvaðan varan er upprunin.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir því að komið verði á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar með atvinnuveganefnd Alþingis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00