209. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 20. ágúst 2002 kl. 20.00.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson oddviti, Jón Jónsson, Gunnar Valur Eyþórson, Valdimar Gunnarsson, Arnar árnason, Valgerður Jónsdóttir, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Birna Snorradóttir.
1. Skólaakstur framhaldsskólanema
Sveitarstjóra falið að halda málinu áfram samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.
2. ályktun kennarafundar Hrafnagilsskóla dags. 2. apríl 2002
Afgreiðslu frestað þar sem formlegt svar hefur ekki borist frá Launanefnd sveitarfélaga.
3. Erindi Björgunar hf. dags. 15. ágúst 2002
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
4. Erindi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 13. ágúst 2002
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins.
5. Kauptilboð, kaupsamningar og afsöl.
a. Kauptilboð vegna sölu á jörðinni Hólum, dags. 28. júní 2002.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.
b. Kauptilboð vegna sölu á jörðinni Leyningi, dags. 6. ágúst 2002.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.
c. Kaupsamningur um húseignina Austurberg, dags. 9. ágúst 2002.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.
d. Afsal fyrir 33.33% eignarhlut í eyðijörðinni ánastöðum, ódags.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.
e. Afsal fyrir 11.11% eignarhlut í eyðijörðinni Finnastöðum, ódags.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.
6. Minningarlundur Jóns Arasonar
Sveitarstjórn sem vörsluaðili sjálfseignarstofnunarinnar samþykkir að fela sveitarstjóra að leita eftir því við dómsmálaráðuneytið að fella úr gildi skipulagsskrá fyrir minningarlundinn. Jafnframt er lagt til að eignir sjóðsins sem eru um 100.000,- kr. renni til Munkaþverárkirkju vegna minningarreits sem þar er um Jón Arason.
7. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, tillaga að gjaldskrá og fjárhagsáætlun fyrir árið 2003
Lagt fram til kynningar.
8. Fundagerðir menningarmálanefndar, 84. og 85. fundur, 11. júlí og 15. ágúst 2002
Varðandi 1.lið 85. fundar tekur sveitarstjórn jákvætt í erindið. Fyrir lá áhugi minjavarðar á Norðurlandi eystra og forstöðumanns Minjasafnsins á Akureyri um að koma að verkefninu. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að skipa 3ja manna vinnuhóp og óska eftir tilnefningu um einn mann frá menningarmálanefnd og einn frá umhverfisnefnd sem sitji í nefndinni ásamt sveitarstjóra. Vinnuhópurinn skili fyrstu tillögum fyrir 15. október n.k.
Annað í fundagerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Fundagerðir handverkssýningarstjórnar, 5. og 6. fundur 2002, 20. júní og 15. júlí
Gefur ekki tilefni til ályktana.
10. Fundargerð stjórnar Eyþings, 131. fundur 21. júní 2002
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar, 1. fundur, 16. júlí 2002
Gefur ekki tilefni til ályktana.
12. Tillaga að deiliskipulagi Kroppslands
Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsnefndar og jafnframt til umsagnar byggingafulltrúaembættisins.
13. Erindi Fjólu Guðjónsdóttur dags. 15. ágúst 2002
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
Fundi slitið kl. 22:10