Sveitarstjórn

503. fundur 29. september 2017 kl. 11:13 - 11:13 Eldri-fundur

 

503. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 28. september 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Stefán Árnason, ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagsrá erindi frá Elmari Sigurgeirssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í framkvæmdaráði. Var það samþykkt og verður það 5. liður dagskrár.

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 273 - 1709007F
Fundargerð 273. skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 1709008 - Grænigarður ehf - Breyting á landspildu nr. 223283 í aðalskipulagi og að hún fái heitið Staðarhóll 3
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.2 1704013 - Skipulagsmál í Kaupangi, breyting íbúðabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.3 1709010 - Syðri-Hóll - Ósk um sérstakt landnúmer
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.4 1709011 - Heimavöllur ehf - umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt. Málið verði tekið fyrir á ný þegar umsögn Óshólmanefndar liggur fyrir.

1.5 1708007 - Beiðni um að kröfu um bundna byggingarlínu sé aflétt að hluta við Bakkatröð 10-18.
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Hólmgeir Karlsson tók við fundarstjórn.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt. Fulltrúi O-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslu sveitarstjórnar.

1.6 1709007 - Hörður Ingólfsson - Ósk um að fá úthlutað lóð við Melgerðismela fyrir flugskýli
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og er sveitarstjóra falið að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

1.7 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.8 1709015 - JS Trésmíði ehf. - Óskað leyfis fyrir sandtöku úr Eyjafjarðará
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Hólmgeir Karlsson tók við fundarstjórn.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt. Sveitarstjóri annist nauðsynlegar ráðstafanir vegna efnistökuheimilda, þar með talið að afla umsagna viðeigandi aðila.

1.9 1709017 - Hlíðarhagi - Óskað eftir byggingarleyfi fyrir skemmu
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Hólmgeir Karlsson tók við fundarstjórn.

Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt með þeim fyrirvara að fyrir liggi samþykki landeiganda.

2. Framkvæmdaráð - 64 - 1709003F
Fundargerð Framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1503010 - Norðurorka - Upplýsingaskilti á lóð Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 1702003 - Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 139 - 1709005F
Fundargerð umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1708001 - Umhverfisátak
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.2 1602021 - Eyðing kerfils 2016-2018
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.3 1707003 - Um eyðingu kerfils - Sigfríður L. Angantýsdóttir
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.4 1702004 - Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið.
Sveitarstjórn tekur vel í þessa áskorun nefndarinnar og mun kanna möguleika á að finna sérfróðan aðila til að vinna að málinu.

3.5 1706022 - Umhverfisverðlaun 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.6 1708021 - Náttúrufræðistofnun Íslands - Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi og Vistgerðir á Íslandi
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 852. fundar - 1709006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Framkvæmdaráð, beiðni um lausn frá skipan. - 1709021
Elmar Sigurgeirsson óskar eftir lausn frá störfum í framkvæmdaráði þar sem hann hefur hafið störf sem umsjónarmaður eignasjóðs. Erindið er samþykkt og var samþykkt að Kristin Kolbeinsdóttir taki sæti Elmars í framkvæmdaráði.

6. Samráðsfundur umhverfisnefndar og sveitarstjórnar - 1709020
Umhverfisnefnd er boðuð til samráðsfundar við sveitarstjórn kl. 16:30.
Til fundarins mættu Hákon Harðarson, Brynjar Skúlason, Hulda Jónsdóttir og Ingólfur Jóhannsson fulltrúar í umhverfisnefnd.
Rætt var m.a. um Kerfil, kolefnisjöfnun og f.l.
Rætt var um útbreiðslu Kerfils og nauðsyn þess að skrá og kortleggja útbreiðsluna og reyna að hefta frekari útbreiðslu.
Kolefnisjöfnun, farið var yfir hvernig best væri að vinna að því markmiði að Eyjafjarðarsveit verði kolefnisjafnað og að tekið upp kolefnis¬bókhald.
Þá var einnig rætt um sorphirðu og fyrirkomulag hennar.
Máleni Moltu rædd og ákveðið að ganga eftir úrbótaáætlun frá fyrirtækinu.

7. Norðurorka - Vatnsveita við Laugaland - 1611050
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi samning.

8. Landamerki ehf - Ósk um samstarf um uppbyggingu tjaldsvæðis - 1709012
Ekki hægt að verða við erindinu að sinni. Verið er að meta svæðið sem mögulegt byggingarland.

9. Hléberg - Ósk um kaup á landspildu vestan við Hléberg - 1709014
Sveitarstjórn hafnar sölu á landinu en felur sveitarstjóra að leita samninga við málshefjanda um leigu á landinu á ásættanlegum kjörum.

10. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 1703020
Sveitarstjórn þakkar fyrir greinagóða ályktun frá unmennaráðstefnu UMFÍ 2017.
Sveitarstjórn felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að óska eftir nýjum tilnefningum í ráðið þannig að á næsta fundi sveitarstjórnar verði hægt að skipa í það.

11. Hrafnagil, lóð, skógur/Aldísarlundur - 1709019
Sveitarfélagið festi nýlega kaup á skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyrði aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólastarf og íbúa. Sveitarstjórn hefur því áhuga á að verja nokkrum fjármunum til að útfæra hugmyndir og ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna.
Sveitarstjórn vill því leita til íbúa sveitarfélagsins eftir hugmyndum um hvernig best væri að nýta svæðið. Sveitarstjórn sér þetta fyrir sér sem tækifæri fyrir einstaklinga, skólana og félög í sveitinni að vinna saman að hugmyndum um svæðið.
Mikilvægt er að hafa í huga jákvæða stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum, heilsueflingu (Heilsueflandi sveitarfélag) og markmið um að hér sé gott að búa og öllum líði vel.
Sveitarstjórn felur því sveitarstjóra að kynna málið fyrir íbúum og koma slíkri hugmyndasamkeppni á fót.

12. Fjárhagsáætlun 2018 og 2019 til 2021 - 1709013
Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka 1. janúar til 31. júlí 2017. Jafnframt var samþykkt fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsramma.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Getum við bætt efni síðunnar?