Sveitarstjórn

492. fundur 10. febrúar 2017 kl. 09:14 - 09:14 Eldri-fundur

492. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 8. febrúar 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Stefán Árnason ritari, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og .
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 254 - 1701002F
Fundargerð 254. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tefefni til ályktana.

1.2 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 846. fundar - 1702001
Gefur ekki tefefni til ályktana.

3. Erindi til sveitarstjórnar frá 13 starfsmönnum leikskólans Krummakots - 1701008
Sveitarstjóra falið að bregðast við erindi starfsmanna og vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og í samstarfi við leikskólastjóra. Sveitarstjórn verði síðan upplýst um framvindu málsins.

4. Samstarfsamningur við Hestamannafélagið Funa um uppbyggingu reiðvega í Eyjafjarðarseit. - 1702005
Sveitastjóra og oddvita er veitt heimild til að ganga til samninga við Hestamannafélagið Funa um uppbyggingu reiðvega. Eftirfarandi verði haft til hliðsjónar:

1. samningurinn sé til þriggja ára
2. sveitarfélagið jafnar framlag reiðvegasjóðs allt að 2 millj.á ári
3. leiðin Hrafnagil / Melgerðismelar sé sett í forgang.
4. framkvæmdin sé með þeim hætti að hún teljist vönduð og varanleg.
5. framkvæmdaáætlun sé lögð fyrir sveitastjórn árlega til samþykkis.

Samningurinn verði síðan lagður fyrir sveitarstjón til staðfestingar.

5. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004
Sveitarstjórn samþykkir að fela umhverfisnefnd og sveitarstjóra að skoða möguleika á kolefnisjöfnun og upptöku kolefnisbókhalds fyrir Eyjafjarðarsveit. Markmiðið er að Eyjafjarðarsveit verði kolefnishlutlaust sveitarfélag.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:55

 

Getum við bætt efni síðunnar?