Sveitarstjórn

488. fundur 17. nóvember 2016 kl. 14:41 - 14:41 Eldri-fundur

488. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 16. nóvember 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Stefán Árnason ritari, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Ásta Sighvats Ólafsdóttir varamaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Dagskrá:

1. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 163 - 1611003F
Fundargerð 163. fundar menningarmálanefndar 8. nóvember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1611015 - Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1610010 - Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið árið 2017
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.3 1611016 - Eyvindur 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 1611017 - 1. des. hátíð 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 1611018 - Smámunasafnið og væntanleg stórgjöf í handverkssafn
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.6 1611019 - Sýning á Schottis Diaspora Tapestries verkefninu
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 231 - 1610004F
Fundargerð 230. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1611013 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 1609022 - Beiðni til skólanefndar vegna verklagsreglna Hrafnagilsskóla varðandi skólaferðalag 10. bekkjar
Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar.
2.3 1610003 - Krummakot - Athugun á möguleika þess að taka inn nemendur frá 12 mánaða aldri
Í ljósi verkefnastöðu sveitarfélagsins þarf að leita hagkvæmustu lausna við að ná markmiðum í þjónustu við íbúa, þannig að sanngjarnt hlutfall sé milli kostnaðar við verkefni og ávinnings af því. Í ljósi þess ákveður sveitarstjórn að fela sveitarstjóra og oddvita að ná fram markmiðum um að taka á móti börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða á leikskólann Krummakot frá janúar 2017. Árangur af fyrirkomulaginu verði metinn vorið 2018.
2.4 1610002 - Starfsáætlun Krummakots 2016-2017
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.
2.5 1610007 - Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2016-2017
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.
2.6 1611011 - Hrafnagilsskóli - Innra mat
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.7 1611010 - Hrafnagilsskóli - samræmd próf
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 249 - 1611002F
Fundargerð 249. fundar skipulagsnefndar 7. nóvember, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1610021 - Daggir ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar, nýtt leyfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.2 1611005 - Syðri-Varðgjá, lóð nr. 4 - Umsókn um nafnabreytingu
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.3 1611007 - Kynning á drögum að rammahluta aðalskipulags Akureyrar fyrir Oddeyri
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 178 - 1611001F
Fundargerð 178. fundar íþrótta- og tómstundanefndar 9. nóvember, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1609018 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2017-2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.2 1602015 - Endurskoðun íþrótta- og hreyfistyrkja
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að frá og með 1. janúar 2018 verður reglum um íþrótta- og hreyfistyrki breytt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4.3 1611014 - Gjaldskrá 2017 Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Tillaga nefndarinnar er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 843. fundar - 1611003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Eyþing - fundargerð 287. fundar - 1611023
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 186. fundar ásamt fjárhagsáætlun 2017 - 1610028
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerð 118 - 1610032
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020 - 1609006
Farið yfir þá vinnu sem eftir er við áætlunina og unnin verður milli umræðna. Áætlunin er samþykkt og vísað til síðari umræðu.

10. Handverkshátíð 2016 - 1608001
Fyrir fundinum lá skýrsla framkvæmdastjóra Handverkshátíðar 2016 og uppgjör. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi uppgjör.

11. Ólyktar-mengun frá jarðgerðarstöð Moltu - 1003003
Fyrir fundinum lá úrbótaáætlun Moltu ehf vegna ólyktarmengunar frá verksmiðjunni. Sveitarstjórn fagnar framkominni útbótaáætlun og bindur vonir við að hún skili tilætluðum árangri. Sveitarstjórn óskar eftir að fá reglulega upplýsingar frá stjórn Moltu um framgang verkefnisins.

12. Kirkjugarðar laugalandsprestakal - umsókn um v/ styrk kirkjugarða - 1611008
Samþykkt að veitt verði kr. 500.000.- á áætlun ársins 2017.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Getum við bætt efni síðunnar?