Sveitarstjórn

484. fundur 25. ágúst 2016 kl. 09:09 - 09:09 Eldri-fundur

484. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. ágúst 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka til afgreiðslu í sveitarstjórn fundargerðir Fjallskilanefndar frá 2. júní og 22. ágúst sl. er verði 2. og 3. dagskrárliður. Ekki komu athugasemdir og dagskrárafbrigði samþykkt.
Dagskrá:

1. 1606002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 245
Fundargerð 245. fundar Skipulagsnefndar, sem haldinn var 15. ágúst tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1608005 - Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.2. 1606006 - Borholuhús Norðurorku Botni
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.3. 1606007 - Espilundur - leyfi fyrir gróðurhúsi
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.4. 1502027 - Hvammur - Heimavöllur ehf. - Ósk eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku í Hvammi (ES31)
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.5. 1608002 - Þórustaðir 1a - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.6. 1304013 - ES15-Torfur, norðan Skjóldalsár, framkvæmdaleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.7. 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

2. 1608002F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 28
Fundargerð 28. fundar fjallskilanefndar 22. ágúst sl. tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1608004 - Búnaðarþing 2016 - samþykkt ályktun um fjallskil, beiðni um svör
Afgreiðsla fjallskilanefndar samþykkt.

2.2. 1606005 - Fjallskil 2016
Afgreiðsla fjallskilanefndar samþykkt.

3. 1605006F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 27.
Fundargerð 27. fundar fjallskilanefndar 2. júní sl. tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1605001 - Skýrsla um ástand beitilands í Garðsárdal (sunnan ár) og Djúpadal.
Afgreiðsla fjallskilanefndar samþykkt.

3.2. 1606005 - Fjallskil 2016
Afgreiðsla fjallskilanefndar samþykkt.

4. 1607002 - Byggingarfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis - Ársreikningur 2015
Ársreikningur og fundargerð Framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

5. 1606018 - Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis fundargerð 101. fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir vekur máls á misræmi í afgreiðslu skipulagsnefndar og bygginganefndar og vill skerpa á vinnulagi og samskiptum milli nefndanna við afgreiðslu mála.

6. 1606010 - Eyþing - fundargerð 279. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 1608008 - Eyþing - fundargerð 281. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. 1608009 - Eyþing - fundargerð 282. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. 1606009 - Greið leið - Fundargerð aðalfundar 2016
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. 1606011 - Samband íslenskra sveiarfélaga - fundargerð 840. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. 1603016 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 835.fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. 1606004 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 839. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13. 1607004 - Gjaldskrá vegna byggingarleyfa og ýmiss konar þjónustu
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar staðfestir gjaldskránna.

14. 1607012 - Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga
Erindið lagt fram þar sem fram kemur annars vegar ósk um að Eyjafjarðarsveit taki þátt í kostnaði við byggingaframkvæmdir við MTR og hinsvegar er um að ræða drög að samningi um þátttöku Eyjafjarðarsveitar í leigu á húsnæði fyrir kennsluaðstöðu.
Afgreiðslu frestað.

15. 1504006 - Byggðasamlag skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar
Lagt er fram minnisblað sveitarstjóra frá júlí 2016 um embætti Skipulags- og byggingafulltrúa við Eyjafjörð ásamt tölulegum forsendum þess. Þar er lagt upp með að embættið hafi fast aðsetur á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9. Minnisblaðið endurspeglar áherslur sveitarstjórnar um málið. Sveitarstjóra er veitt umboð til að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið um samstarf við Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um stofnun embættisins og starfsemi þess á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

16. 1003003 - Ólyktar-mengun frá jarðgerðarstöð Moltu
Sveitarstjóri gerir grein fyrir samskiptum undanfarnar vikur og mánuði við framkvæmdastjóra Moltu ehf. og fleiri vegna athugasemda íbúa um lyktarmengun. Fyrirliggjandi upplýsingar gefa til kynna að lyktarmengun sé óviðunandi og ekki hafi náðst full stjórn á úrvinnsluferlinu. Sveitarstjórn telur að við slíkt ástand verði ekki búið og Molta ehf. hljóti að bregðast við umkvörtunum. Sveitarstjóra falið að lýsa áliti sveitarstjórnar í bréfi til Moltu ehf., kalla eftir sjónarmiðum vegna málsins og upplýsingum um ráðstafanir og framtíðarhorfur í starfrækslu verksmiðjunnar.

17. 1608013 - Framhaldsskólaakstur
Sveitarstjóri leggur fram minnisblað sem unnið er á skrifstofu sveitarfélagsins og gerir grein fyrir upplýsingum sem fram hafa komið undir vinnslu málsins. Sveitarstjóra falið að finna og semja við samstarfsaðila um framhaldsskólaakstur frá Hrafnagilshverfi að Verkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri og leita leiða til að gera það á svo hagkvæman hátt sem hægt. Fyrirkomulagið verði endurskoðað fyrir áramót í ljósi reynslunnar. Gjald fyrir önnina verði kr. 20.000,- á hvern nemanda.

18. 1512017 - Breytingar á skipulagsskrá Legatssjóðsins-óskir um athugasemdir um hvernig standa eigi að tilnefningu fulltrúa í stjórn sjóðsins
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna Legats Jóns Sigurðssonar um tilnefningu í stjórn sjóðsins. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar veitir stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fullt umboð til að tilnefna fulltrúa í stjórn sjóðsins. Umboðið gildir þar til annað verður ákveðið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?