480. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 27. apríl 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1604027 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2015
Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi og gerði grein fyrir reikningnum. Samþykkt að vísa reikningnum til síðari umræðu.
2. 1604001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 228
Fundargerð 228. fundar skólanefndar, haldinn 13. apríl 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1604009 - Niðurstaða starfsmannakönnunar á Krummakoti
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2. 1604013 - Starfsmannamál grunnskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3. 1604012 - Verklagsreglur vegna sölutíma
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
2.4. 1604010 - Skólanámsskrá Krummakots
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
2.5. 1603008 - Skóladagatal Krummakots 2016-2017
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
3. 1604002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 242
Fundargerð 242. fundar skipulagsnefndar, haldinn 18. apríl 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1604026 - Norðurorka- umsókn um framkvæmda leyfi vegna borana við Botn og Hrafnagil.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og er sveitarstjóra falið að gefa út framkvæmdaleyfi til Norðurorku hf í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar.
3.2. 1604001 - Tillaga að deiliskipulagi í Gröf IV
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar erindinu í grenndarkynningu.
3.3. 1508022 - Vörðuhóll - Ósk um samþykki á legu heimreiðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.4. 1603034 - Kynning á deiliskipulagstillögu að efnisnámu í landi Hvamms
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og samþykkt að boða til kynningarfundar. Sveitarstjóra falið að finna hentugan tíma fyrir fundinn.
3.5. 1604023 - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga- Hrísaskógar lóð 4
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
4. 1604020 - Heilbrigðiseftirlit Noðurlands-fundargerð 182.fundar ásamt ársreikningi 2015
Fundargerðin og ársreikningurinn er lagður fram til kynningar.
5. 1604003 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands- fundargerð 181.fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. 1604024 - Hugmynd að safni um sögu berklanna og kaffihúsi í Kristnesi
Fulltrúi O listans SHL leggst gegn því að sveitarfélagið komi að uppbyggingu fyrirhugaðs safns. Samþykkt að oddviti bjóði bréfritara til fundar við sig.
7. 1603002 - Ósk um stofnun öldungaráðs í Eyjafjarðarsveit
Fyrir lá erindi frá Félagi aldraðra í Eyjafirði um stofnun Öldungaráðs til að annast upplýsingaflæði varðandi þjónustu við aldraða. Sveitarstjórn leggur til við Félag aldraðra í Eyjafirði að fulltrúar þess komi á fund sveitarstjórnar tvisvar á ári, í mars og september/október ár hvert, þannig ætti að nást markmið félagsins um milliliðalausan viðræðuvettvang við sveitarstjórnarmenn.
8. 1604002 - Uppsögn skipulagsfulltrúa
Fyrir fundinum lá uppsögn Ómars Ívarssonar, skipulagsfulltrúa. Sveitarstjóra er falið í samráði við oddvita að vinna tillögu fyrir sveitarstjórn um hvernig skipulags- og byggingarmálum Eyjafjarðarsveitar verði best fyrir komið.
9. 1604008 - Skipan varamanns í íþrótta- og tómstundanefnd.
Samþykkt að skipa Helgu Berglindi Hreinsdóttur, varamann í íþrótta- og tómstundanefnd fyrir H listann.
10. 1512011 - Markaðsstofa Norðurlands - Framlenging á samstarfssamningi
Sveitarstjórn samþykkir að samningur við Markaðsskrifstofu ferðamála verði framlengdur til ársloka 2018 og er áætlaður kostnaður við samninginn á árinu 2016 kr. 530.000.-
11. 1603003 - Ráðning sveitarstjóra
Jón Stefánsson, oddviti gerði grein fyrir því að Ólafur Rúnar Ólafsson hefði tekið við embætti sveitarstjóra. Sveitarstjórn býður Ólaf velkominn til starfa.
12. 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Ómar Ívarsson hjá Landslagi á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar um vinnu við endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar.
13. 1604025 - Ályktun stjórnar Hrafnabjargavirkjunar hf vegna draga að rammaáætlun III
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur stjórnar Hrafnabjargarvirkjunar um að allir virkjunarkostir á Norðurlandi, samkvæmt rammaáætlun séu settir í verndarflokk í stað þess að vera i biðflokki.
14. 1604022 - Umsókn um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða: Göngu og hjólastígur
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50