479. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 6. apríl 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Í upphafi fundar mætti Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsskrifstofu Norðurlands og kynnti starfsemi skrifstofunnar.
Dagskrá:
1. 1603003F - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 21
Fundargerð 21. fundar Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar, haldinn 29. mars 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1302019 - Merking gönguleiða
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2. 1603025 - Stefnumótun sveitarfélagsins í landbúnaðar- og atvinnumálum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3. 1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
Skrifstofunni falið að búa til eyðublað fyrir umsókn um leyfi til búfjárhalds.
1.4. 1603026 - Kýrin í merki Eyjafjarðarsveitar
Nefndin frestaði afgreiðslu.
2. 1602008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 241
Fundargerð 241. fundar skipulagsnefndar, haldinn 29. mars 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér
2.1. 1603034 - Kynning á deiliskipulagstillögu að efnisnámu í landi Hvamms
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.2. 1603001 - Stækkun byggingarreits
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.3. 1603020 - Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Króksstaða
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og hafnar erindinu vegna fjarlægðarmarka.
2.4. 1603027 - Umsókn um nýtt rekstarleyfi til sölu heimagistingar að Jódísarstöðum 4
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.5. 1603010 - Endurbygging skýlis á Kaupangsbökkum
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.6. 1603031 - Umsókn um stækkun á lóð og úthlutun landnúmers
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.7. 1603032 - Umsókn um úthlutun byggingarreits í Arnarfelli
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og hafnar erindinu vegna fjarlægðarmarka.
2.8. 1603033 - Umsókn um nafnabreytingu á Grænagarði
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.9. 1602006 - Fyrirspurn vegna hugsanlegrar breytingar á aðalskipulagi í landi Brúarlands
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.10. 1603036 - Umsókn um að taka úr landbúnaðarnotkun spildu í landi Munkaþverár og skipti úr jörðinni
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.11. 1604001 - Tillaga að deiliskipulagi í Gröf IV
Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
2.12. 1602019 - Tilkynning um auglýsingu á skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.13. 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 1603029 - Eyþing-fundargerð 278.fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 1603021 - Samband íslenskra sveitarfélaga- fundargerð 836.fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1603028 - Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerð 837.fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
6. 1603024 - Nefndarskipan - Skipa varamanns í félagsmálanefnd
Samþykkt að skipa Guðmund Geirsson sem varamann fyrir F listann í félagsmálanefnd.
7. 1603023 - Nefndarskipan - Skipan varamanns í umhverfisnefnd.
Samþykkt að skipa Lindu Margréti Sigurðardóttir sem varamann fyrir F listann í umhverfisnefnd.
8. 1603003 - Ráðning sveitarstjóra
Þar sem Karl Frímannsson hefur látið af störfum sem sveitarstjóri, samþykkir sveitarstjórn að Jón Stefánsson, oddviti og Stefán Árnason skrifstofustjóri gegni störfum sveitarstjóra þar til nýráðin sveitarstjóri Ólafur Rúnar Ólafsson kemur til starfa sem mun væntanlega verða 1. maí n.k.
Í lok fundar færði Jón Stefánsson oddviti Karli Frímannssyni, fráfarandi sveitarstjóra þakkir sveitarstjórnar fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf. Karl lætur af störfum sveitarstjóra í dag 6. apríl og óskar sveitarstjórn Karli velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20