Sveitarstjórn

476. fundur 25. febrúar 2016 kl. 09:51 - 09:51 Eldri-fundur

476. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. febrúar 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hólmgeir Karlsson .

Dagskrá:

1. 1602003F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 163
Fundargerð 163. fundarfélagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1601008 - Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2016
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.2. 1511027 - Framkvæmdaáætlun vegna jafnréttisáætlunar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.3. 1602007 - Þjónusta við aldraða
Sveitarstjórn beinir því til sveitarstjóra að taka saman minnisblað um þjónustustu við aldraða í sveitarfélaginu og yfirlit yfir þá þjónustusamninga sem varða málaflokkinn.

2. 1602004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 240
Fundargerð 240. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1602006 - Fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.2. 1602010 - Umsókn um úthlutun byggingarreits í Arnarfelli
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3. 1602002F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 175
Fundargerð 175. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1512010 - Frítíminn er okkar fag
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2. 1601015 - Samantekt forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.3. 1509030 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015 - 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.4. 1602004 - Umf. Samherjar sækir um aðgang að Íþróttamiðstöðinni utan opnunartíma
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.5. 1602014 - Styrkumsókn frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

4. 1602003 - Eyþing- fundargerð 276.fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5. 1602012 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 180.fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6. 1602005 - Kauptilboð KEA svf. í hlut Eyjafjarðarsveitar í Tækifæri hf.
KEA svf. gerir Eyjafjarðarsveit kauptilboð í 0,11% eignarhlut sveitarfélagsins í Tækifæri ehf. kt. 631299-2299. Tilboðsverð fyrir hlutinn er kr. 857.508.-
Sveitarstjórn samþykkir kauptilboðið og heimilar sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

7. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8. 1602016 - Ályktun um flugsamgöngur og flugöryggi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja öryggishagsmuni landsmanna allra sem og ferðamanna með óskertri starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Skorað er á þessa aðila að draga ekki með gjörðum sínum úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta.
Mikilvægt er að aðgengi að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt öllum og ber ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn höfuðborgar landsins skylda til að tryggja þetta aðgengi.
Einnig er bent á að megnið af stjórnsýslu landsins er staðsett í Reykjavík, sem og þjónusta við atvinnulífið í landinu. Gott aðgengi að þeirri þjónustu er því afar mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðanna.sav

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mótmælir fyrirhugaðri skerðingu Isavia á þjonustu á Akureyrarflugvelli úr ATC í AFIS. Skorar sveitarstjórn á Isavia og ríkisstjórn Íslands að tryggja áfram óbreytt öryggi við flugumferðarþjónustu við Akureyrarflugvöll.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10

Getum við bætt efni síðunnar?