475. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 3. febrúar 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri, Stefán Árnason ritari og Hermann Ingi Gunnarsson varamaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .
Dagskrá:
1. 1601002F - Framkvæmdaráð - 53
Fundargerð 53. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1601014 - Framkvæmdaáætlun 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1601003F - Vinnuhópur um fjarskipti og samgöngur - 5
Fundargerð 5. fundar vinnuhóps um fjarskipti og samgöngur tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1601026 - Gagnaöflun um stöðu samgangna
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 1601004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 239
Fundargerð 239. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1601016 - Athugasemdir við kynningu á breytingu á aðalskipulagi
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.2. 1601027 - Athugasemdir við kynningu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.3. 1601032 - Athugasemd við kynningu á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.4. 1601034 - Athugasemdir við kynningu á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.5. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagstillöguna skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.6. 1601022 - Gilsá 1 - Ósk um stækkun lóðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.7. 1601023 - Gilsá 1 - Sótt er um að lóðin (nr. 192623)undir íbúðarhúsinu verði tekin undan landi Gilsár 1 (nr. 152600)
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.8. 1601024 - Umsókn um sameiningu jarðanna Gilsár 1 og Ness
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.9. 1512013 - Norðurlandsskógar óska eftir heimild til að hefja framkvæmdir við skógrækt í Laugarengi
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í Laugarengi.
3.10. 1601030 - Sandtaka í Eyjafjarðará í landi Reykhúsa
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir sandtöku úr Eyjafjarðará neðan Reykhúsa.
3.11. 1601031 - Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Holtsel kaffihús
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
3.12. 1601033 - Breyting á byggingarlínu við Bakkatröð
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
3.13. 1601018 - Samræming á verklagi um afmörkun lóða innan sveitarfélaga þar sem er að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.14. 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
4. 1601025 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra-Fundargerð 179.fundar
Sveitarstjórn tekur undir bókun í 2. lið fundargerðar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra hvað varðar breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sveitarstjórn telur eins og Heilbrigðisnefnd að færsla verkefna frá Heilbrigðisnefd til Umhverfisstofnunar auki miðstýringu og færi þjónustuna fjær þjónustuþegum og geri þjónustuna ekki eins skilvirkna.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1601029 - Fækkun á dreifingardögum pósts í dreifbýli
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar gagnrýnir að innanríkisráðuneytið skuli heimila með reglugerð, breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 365/2003. Með breytingunni er Íslandspósti veitt heimild til að fækka dreifingardögum pósts um helming á þeim svæðum sem kostnaður er þrefaldur eða hærri miðað við dreifingarkostnað í þéttbýli. Það á við um alla póstdreifingu í Eyjafjarðarsveit samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti.
Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að Íslandspóstur þarf eins og aðrar stofnanir og fyrirtæki að hagræða þegar breyting verður á forsendum eins og nú er hjá Íslandspósti í kjölfar minnkandi póstmagns. Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eins og Íslandspóst hlýtur að teljast eðlilegt að gerð sé krafa um að við hagræðinguna sé fulls jafnræðis gætt burtséð frá búsetu. Ekkert hefur komið fram hvort reynt hafi verið að hagræða í þéttbýli þar sem 95% af póstmagninu er þannig að hægt sé að halda sama þjónustustigi burt séð frá búsetu. Sveitarstjórn lítur svo á að þarna sé gengið gegn stefnu stjórnvalda í byggðarmálum og hvetur stjórnvöld til að beita sér fyrir því að leitað verði annarra leiða til hagræðingar í póstdreifingu og að fullt jafnræði verði tryggt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30