208. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 3. júlí 2002, kl. 20.00.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Stígamót á Norðurlandi, erindi dags. 10. júní 2002
Umsókn um styrk vegna stofnunar og reksturs ráðgjafarþjónustu á Norðurl.
Samþykkt að veita umbeðinn styrk kr. 50.000.-
2. Erindi Heimis þorsteinssonar og Valgerðar Daníelsdóttur, dags. 1. júní 2002
þar óska þau eftir leyfi sveitarstjórnar til þess að nefna íbúðarhús sitt á lóð úr landi Jódísarstaða örk
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
3. Akstur framhaldsskólanemenda, kostnaðaráætlun
Fyrir lá greinargerð um kostnað við fastar ferðir tvisvar á dag alla skóladaga milli Reykárhverfis og MA/VMA.
Samþykkt að gera tilraun með þennan akstur í eitt ár. Jafnframt er samþykkt að fara í viðræður við stjórnendur MA og VMA um hugsanlega breytingu á skólabyrjun að morgni þannig að hægt væri að samnýta þennan akstur með skólaakstri Hrafnagilsskóla og þannig ná til allra heimila í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra er falið að sækja um styrk til verkefnisins hjá Menntamálaráðuneyti og Byggðastofnun.
4. Samningar um grunnskólaakstur
Samningar um grunnskólaakstur eru útrunnir.
Sveitarstjóra er falið að leita eftir framlengingu á samningum við núverandi verktaka í skólaakstri.
Skilyrði verði sett um að allir bílar verði búnir öryggisbeltum.
5. Frágangur á íþróttasvæðinu við Hrafnagilsskóla
Beiðni UMF Samherja um styrk til að ljúka frágangi við hlaupabrautir o. fl.
Erindið er samþykkt og sveitarstjóra falið að kanna hvort Hjálparsveitin Dalbjörg hafi áhuga á að taka að sér verkið gegn 250.000.- kr. greiðslu.
6. Fundargerð stjórnar AFE, 36. fundur, 16. maí 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Fundargerð handverkssýningarstjórnar, 4. fundur 2002, 16. maí
Sveitarstjórn fagnar framkomnum hugmyndum handverkssýningarstjórnar um Handverkssetur í Eyjafjarðarsveit.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerð stjórnar Eyþings, 130. fundur, 5. júní 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Ráðningarsamningur við sveitarstjóra
Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.
Oddviti kynnti ráðningarsamning við Bjarna Kristjánsson, sveitarstjóra.
Samningurinn var samþykkur samhljóða.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:30