466. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 12. júní 2015 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1505025 - Vegagerðin - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Hólavegar
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og heimilar sveitarstjóra útgáfu framkvæmdarleyfis á grundvelli gr. 2.1 í Greinargerð með breytingu á aðalskipulagi 23. júní 2011 með vísan í ákvæðið um tímabundnar námur til staðbundinnar notkunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:22