Sveitarstjórn

464. fundur 28. maí 2015 kl. 09:36 - 09:36 Eldri-fundur

464. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 27. maí 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. 1505001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 231
Fundargerð 231. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
S.H.L sat hjá og benti bókun sína við afgreiðslu málsins i skipulagsnefnd.

1.2. 1502040 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - ósk um leyfi til að sameina tvær lóðir og byggja gestahús á hinni sameinuðu lóð
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.3. 1505002 - Hreiðar Hreiðarsson - Ósk um úthlutun landnúmers - Grísará I
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.4. 1504030 - Hlynur Kristinsson - Umsókn um stöðuleyfi - Hestaleigan Kátur
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.5. 1505007 - Laugarengi í landi Torfufells - Davíð R. Ágústsson - ósk um lögbýlisrétt á spilduna
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.6. 1504015 - Rein II - Valdimar Gunnarsson - umsókn um að markaður verður reitur á lóðinni fyrir byggingu bílskúrs
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.7. 1502026 - Syðra-Laugaland efra - Grettir Hjörleifsson - Umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.8. 1502027 - Hvammur - Heimavöllur ehf. - Ósk eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku í Hvammi (ES31)
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.9. 1505011 - Sigtún - Sigurgeir Pálsson - Umsókn um úthlutun byggingarreits fyrir væntanlega fjósbyggingu
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.10. 1504008 - Akureyrarbær - kynning á aðalskipulagsbreytingu, frístundahús við Búðargil
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.11. 1505012 - Syðra-Gil - Eiríkur Helgason - Umsókn um úthlutun byggingarreits
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.


2. 1505003F - Framkvæmdaráð - 46
Fundargerð 46. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.


3. 1505004F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 222
Fundargerð 222. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1. 1504019 - Vinnumat - Kynning á vinnumatsþætti kjarasamnings Félags grunnskólakennara
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2. 1503017 - Krummakot - Skóladagatal 2015-2016
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

3.3. 1505015 - Starfsmannakönnun - Krummakot 2015 - Skólavogin
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.4. 1505016 - Hrafnagilsskóli - Staða rekstrar fyrstu þrjá mánuði ársins 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.5. 1505017 - Krummakot - Staða rekstrar fyrstu þrjá mánuði árins 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.6. 1505018 - Stjórnunarfyrirkomulag í Hrafnagilsskóla skólaárið 2015-2016
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

3.7. 1505014 - Starfsmannakönnun - Hrafnagilsskóli 2015 - Skólavogin
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 1505002F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 172
Fundargerð 222. fundar íþrótta- og tómstundarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

4.1. 1504037 - Guðmundur Smári Daníelsson - umsókn um íþróttastyrk
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt.

4.2. 1504038 - Sveinborg Katla Daníelsdóttir - umsókn um íþróttastyrk
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt.

4.3. 1504021 - Umf. Samherjar - Ársreikningur 2014
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.4. 1504036 - UMSE - Ársskýrsla og stefna 2014
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

4.5. 1505020 - Jón Smári Hansson - umsókn um íþróttastyrk
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt.


5. 1505021 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 172. fundar
Lagt fram til kynningar.

6. 1505022 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 173. fundar
Lagt fram til kynningar.

7. 1505013 - Ályktun vegna Aflsins
Sveitarstjórn tekur undir fyrirliggjandi ályktun varðandi starfssemi Aflsins.

8. 1504039 - Ársreikningur 2014, síðari umræða
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2014 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.
Heildartekjur A og B hluta voru 827,5 m. kr., sem er 7,7% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 790,3 m.kr en það er um 7,8% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 37,2 m.kr.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2014 en eldri lán voru greidd niður um 27,9 m.kr. Heildar skuldir og skuldbingar í árslok 2014 voru kr. 293,5 m.kr. og er skuldahlutfallið 35,9%. Fjárfestingar ársins námu 14,4 m.kr.

9. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit
Fyrir fundinum lá samningur við Tengi hf ásamt verkáætlun um lagningu ljósleiðara í allt sveitarfélagið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning ásamt verkáætlun, áætlaður kostnaður 57 millj. Sveitarstjóra er veitt umboð til að undirrita samninginn.
Samningurinn og verkáætlunin voru kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn var í Laugarborg þriðjudagskvöldið 26. maí. Á íbúafundinum kom fram mikil ánægja með þessa fyrirhuguðu framkvæmd.
Á fundinum kom fram að Síminn mun ekki geta boðið upp á dreifingu sjónvarpsefnis í gegnum ljósleiðarann nema að settur verði upp sérstakur endabúnaður. Fundurinn skorði á Símann að beita sér fyrir því að strax í sumar verði settur upp nauðsynlegur búnaður til að íbúar Eyjafjarðarsveitar geti tekið við sjónvarpsefni frá Símanum eins og öðrum dreifingaraðilum sjónvarpsefnis.
Sveitarstjórn tekur undir þessa áskorun íbúafundarins og skorar á þá sem málið varðar að bregðast við strax.

10. 1505023 - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykktir að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins frí frá
kl. 12:00 19. júní næstkomandi og hvetur starfsmenn til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?