Sveitarstjórn

458. fundur 27. janúar 2015 kl. 08:07 - 08:07 Eldri-fundur

458. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 26. janúar 2015 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Þór Hauksson Reykdal varamaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð aukafundar í Greiðri lei ehf. Var það samþykkt og verður það 12. liður dagskrár.

Dagskrá:

1. 1412002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 226
Fundargerð 226. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1412004 - Knarrarberg - Menico ehf. - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við vélageymslu auk breytinga á innra skipulagi eftirhæðar byggingarinnar og notkun
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.2. 1411025 - Öngulstaðir 1 - Hákon Hákonarson - ósk um að breyta sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins.

1.3. 1412037 - Hörgársveit - ósk um umsögn um tillögu aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.4. 1412041 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - umsókn afmörkun og skipulagningu lóðar nyrst í landi Háuborgar
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins.


2. 1501001F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 161
Fundargerð 161. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1412042 - Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2015
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

2.2. 1009015 - Endurskoðun á jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaða jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar.


3. 1501002F - Vinnuhópur um fjarskipti og samgöngur - 3
Fundargerð 2. fundar vinnuhóps um fjarskipti og samgöngur tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1501003 - Skýrsla um fjarskipti
Fyrir fundinum lá skýrsla frá vinnuhópnum um fjarskipti og lagningu ljósleiðaranets í Eyjafjarðarsveit. Í skýrslunni er lagt til að vinna við undirbúning að lagningu ljósleiðaranets um allt sveitarfélagið verði hafin hið fyrsta. Sveitarstjórn samþykkir tillögur vinnuhópsins en frestar frekari umfjöllun þar til skýrsla starfshóps um alþjónustu í fjarskiptamálum verður til sem áætlað var að gera seinnihlutann í janúar 2015.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.


4. 1501005 - Eyþing - fundargerð 261. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 1501006 - Eyþing - fundargerði 262. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 1412012 - Greið leið ehf. - fundargerð aðalfundar 2014
Fundargerð aðalfundar Greiðrar leiðar ehf er lögð fram til kynningar.

7. 1412014 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 823. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. 1412036 - Landgræðsla ríkisins - styrkbeiðni v. "Bændur græða landið" 2014
Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem sveitarstjórn telur að styrkbeiðnir eigi að berst áður en verkefnið er unnið.

9. 1302001 - Siðareglur Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaðar siðreglur Eyjafjarðarsveitar.

10. 0809027 - Ungmennaráð í sveitarfélögum
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur um skipan í ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar.

Aðalmenn:
Haukur Sindri Karlsson, skipaður af nemendafélagi Hrafnagilsskóla.
Halldóra Snorradóttir, skipuð af nemendafélagi Hrafnagilsskóla.
Ólafur Ingi Sigurðsson, skipaður af UMF Samherjum.
Ólafur Sigurðsson, skipaður af Dalbjörgu.
Bjarney Guðbjörnsdóttir, skipuð af Hestamannafélaginu Funa.

Varamenn:
Ísak Godsk Rögnvaldsson, skipaður af nemendafélagi Hrafnagilsskóla.
Íris Katla Jónsdóttir, skipuð af nemendafélagi Hrafnagilsskóla.
Valdís Sigurðardóttir, skipuð af UMF Samherjum.
Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, skipaður af Dalbjörgu.
Kristján Hjalti Sigurðsson, skipaður af Hestamannafélaginu Funa.

11. 1412005 - Nýsköpunarmiðstöð Íslands - umsókn um styrk við stofnun FabLab í Eyjafirði
Beiðni um styrk við stofnun FabLab í Eyjfirði. Áætlaður heildarkostnaður 2015 er kr. 49.000.000.- og rekstrarkostnaður á ári 2016 og 2017 kr. 20.000.000.- Óskað er eftir því að Eyjafjarðarsveit styrki verkefnið um kr. 1.000.000.- á ári næstu þrjú árin.
Þar sem miklar breytingar hafa orðið á skipun sveitarstjórnar frá því að verkefnið var fyrst kynnt þá óskar sveitarstjórn eftir að fá aftur kynningu á verkefninu.

12. 1501004 - Greið leið - aukafundur aukning hlutafjár janúar 2015
Fundargerð aukafundar Greiðrar leiðar ehf sem haldinn var 13. janúar 2015. Á fundinum var samþykkt að óska eftir því við hluthafa að þeir nýttu sér forkaupsrétt að óseldu hlutfé í árslok 2014 samtals kr. 11.979.812.-.
Eyjafjarðarsveit samþykkir að nýta sér forkaupsrétt sinn kr. 109.489.- og verður þessum útgjöldum mætt með því að lækka eigið fé.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50

 

Getum við bætt efni síðunnar?