452. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 21. júlí 2014 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Halldóra Magnúsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir,
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, þór Hauksson Reykdal og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason.
Dagskrá:
1. 1407004F - Framkvæmdaráð - 37
Fundargerð 37. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. 1402015 - Framkvæmdir 2014
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.
2. 1407012 - Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings 8.apríl
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
3. 1407010 - Fundargerð 252. fundar Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. 1407011 - Fundargerð 253. fundar Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. 1407013 - Fundargerð 254 fundar Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. 1406006 - Kosning fulltrúa á landsþing SíS 2014-2018
Aðalmenn verða: Jón Stefánsson og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
Varamenn verða: Hólmgeir Karlsson og Elmar Sigurgeirsson
7. 1406024 - Teigur - viðbygging við svínahús
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 7. júlí og samþykkti að setja það í grendarkynningu. Grendarkynningunni er nú lokið og
fyrir liggur samþykki þeirra sem grendarkynningi snéri að og því samþykkir sveitarstjórn umsóknina.
8. 1407014 - Umsögn um DRöG frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, með
síðari breytingum
Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt samhljóða:
"á heimasíðu Atvinnuvega og nýsköpunnarráðuneytisins eru kynnt drög að frumvarpi um kerfisáætlun
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, með síðari breytingum.
Aðalbreytingin hvað sveitarfélögin varðar er grein 9.c. þar sem fjallað er um stöðu kerfisáætlunnar gagnvart skipulagi sveitarfélaga,
þar segir að sveitarfélögunum beri að samræma skipulag kerfisáætlun raforkudreifiyrirtækis. þar segir ennfremur:
,, Ef flutningslínu er valinn annar staður, eða önnur útfærsla, en sá sem
flutningsfyrirtækið telur réttast með tilliti til kostnaðar, opinberra viðmiða og
tæknilegrar útfærslu, og viðkomandi umbeðin útfærsla er umfram það sem samræmist
opinberri stefnu stjórnvalda og viðmiðum, er heimilt að krefja þann sem óskar slíkrar
breytingar um kostnaðarmuninn leiði sú útfærsla eða staðsetningarval til aukins
kostnaðar."
Af þessu tilefni vill sveitastjórn benda á að ágreiningur milli raforkudreififyrirtækja og sveitarfélaga snýst aðallega um hvar skuli lagðar
loftlínur og hvar jarðstrengir. í raun hafa dreififyrirtækin komist að þeirri niðurstöðu að 66. kv spenna og lægri fari í jörð
en ágreiningur hefur verið um 220.kv línur
Einnig er vert að hafa í huga að þörf fyrir styrkingu raforkudreifikerfisins er að stærstum hluta til komin vegna þarfa stóriðjunnar og
því eðlilegra að þeir notendur greiddu aukakostnaðinn enn ekki sveitarfélögin.
í greininni segir að staður og útfærsla flutningslínu skuli samræmast ,,opinberri stefnu stjórnvalda og viðmiðum."
Nú liggur opinber stefna og viðmið stjórnvalda ekki fyrir og áskilur sveitastjórn sér því allan rétt til að koma frekari
athugasemdum á framfæri þegar stefna og viðmið liggja fyrir.
Að svo komnu máli hafnar því sveitastjórn alfarið 9.gr c. lið frumvarpsins í núverandi mynd. Einnig mótmælum við harðlega
þeirri skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga sem fram kemur i frumvarpinu.
9. 1407009 - Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að þiggja námskeiðið að loknu sumarfríi sveitarstjórnar.
10. 1407008 - Beiðni um veggirðingar og bann við lausagöngu búfjár í
Sölvadal
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar hjá landbúnaðar- og atvinnumálanefnd. Fulltrúar H og O lista óska að fram komi að þeir
telja að sömu reglur eigi að gilda hvað varðar ágang búfjár alls staðar i sveitarfélaginu og að leggja áherslu á að
málið verði unnið eins hratt og auðið er.
11. 1407007 - Krafa um ráðstafanir til að koma í veg fyrir að lög og reglugerðir um
búfjárhald verði brotin
Samþykkt að vísa erindinu til landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.
12. 1402001 - Skólaakstur/almenningssamgöngur
Með hliðsjón af könnun sem gerð var um þátttöku í hópakstri með framhaldsskólanema samþykkir sveitarstjórn að setja
upp akstursleið frá Stokkahlöðum til Akureyrar fyrir framhaldsskólanemendur. Morgunferð verður sett upp miðað við að nemendur séu komnir vel
fyrir skólabyrjun til Akureyrar á morgnana og síðdegisferð verður frá Akureyri kl. 16:30. þessi breyting mun hafa í för með sér
sparnað fyrir sveitarfélagið þar sem kostnaður við morgunverð og gæslu sparast.
Gjald fyrir framhaldsskólanema verður kr. 15.000.- á önn skólaárið 2014 - 2015.
13. 1407015 - Ráðning sveitarstjóra
Sveitarstjórn samþykkir að ráða Karl Frímannsson í starf sveitarstjóra frá 1. ágúst 2014. þá samþykkir
sveitarstjórn að veita oddvita umboð til að ganga frá samningi við Karl.
Minnihlutinn sat hjá og harmar þau vinnubrögð sem meirihlutinn hefur viðhaft við ráðningarferli tilvonandi sveitarstjóra, en ekkert samráð
hefur verið haft við minnihlutann við ráðninguna heldur hefur eingöngu verið um tilkynningar að ræða um það sem þegar hefur farið
fram. Bendir minnihlutinn einnig á að búið sé að eyða töluverðum fjármunum sveitarfélagsins í ráðningarferli.
Minnihlutinn stóð í þeirri trú að ferlið væri í faglegum höndum hjá Capacent ráðningum og að ráðningin myndi
byggja á faglegu mati á þeim sem sóttu um starfið í góðri trú.
Bókun þessi er tengist á engan hátt persónu verðandi sveitarstjóra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15