447. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 30. apríl 2014 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Leifur Guðmundsson, Björk Sigurðardóttir,
Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason.
Dagskrá:
1. 1404003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 218
Fundargerð 218. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
1.1. 1404007 - Hrafnagil - bráðabirgðaleyfi fyrir húsi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.2. 1404008 - öngulsstaðir 1 - aðgreining íbúða
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.3. 1304010 - þverárnáma deiliskipulag
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.4. 1404010 - Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að
Bíldsárskarði
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.5. 1404011 - þverá - leyfi til sandtöku
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.6. 1003011 - Breyting á samþykkt um gatnagerðargjald.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Oka ehf varðandi lóðir við
Bakkatröð og Hjallatröð í samræmi við fyrirliggjandi drög að samkomulagi.
1.7. 1404005 - Stofnun fólkvangs í Glerárdal
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. 1404005F - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 17
Fundargerð 17. fundar Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
2.1. 1404012 - Samstarf - sumarstörf námsmanna
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.2. 1103002 - Leiga á landi í eigu sveitarfélagsins
Jón Stefánsson og Jónas Vigfússon lýstu sig vanhæfa og véku af fundi við afgreiðslu á þessum
lið. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að settar verði reglur um útleigu lands.
2.3. 1404009 - áætlun til 3 ára um refaveiðar - drög til umsagnar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.4. 1302019 - Merking gönguleiða
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3. 1404004 - 815. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. 1404015 - Byggingarnefnd 92. fundur, 15. apríl 2014
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. 1404002 - ársreikningur 2013, síðari umræða
ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2013 tekin til síðari umræðu og samþykktur.
Heildartekjur A og B hluta voru 776,8 m. kr., sem er 6,4% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 735,3 m.kr en það er
um 0,5% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 41,5 m.kr.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2013 en eldri lán voru greidd niður um 27,6 m.kr., Heildar skuldir og skuldbingar í árslok 2013 voru kr. 321,8
m.kr. og er skuldahlutfallið 41,4%. Fjárfestingar ársins námu 27,6 m.kr.
6. 1003011 - Breyting á samþykkt um gatnagerðargjald.
Fyrirliggjandi tillaga um gatnagerðargjald var samþykkt samhljóða
7. 1404016 - Fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016
Sveitarstjóra er falið að ganga frá umsögn um áætlunina.
8. 1402001 - Skólaakstur/almenningssamgöngur
Eftirfarandi bókun var lögð fram af fulltrúum H listans og var hún samþykkt með 4 atkvæðum Aá, EG, KK og ES. á móti voru
fulltrúar F listans þeir JS, LG og BS.
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur gert skoðanakönnun þar sem reynt var að hafa samband við öll
heimili í sveitarfélaginu og kanna afstöðu þeirra til þeirra breytinga sem gerðar voru á skólaakstri á yfirstandandi
skólaári. Breytingarnar voru með þeim hætti að skólaakstri var flýtt og almenningi boðið að nýta sér
skólabílana og jafnframt var bætt við ferð frá Hrafnagili til Akureyrar. Boðið hefur verið upp á ferðir frá Akureyri að Hrafnagili
um miðjan dag og aftur í lok vinnudags að Hrafnagili og í bæinn aftur.
Ef skoðuð er afstaða til lykilspurninga, sem hafa áhrif á ákvarðanatöku um framhaldið og einungis horft til þeirra sem ákvörðunin
hefur áhrif á og taka afstöðu, þá er niðurstaðan þessi:
Alls staðar í sveitarfélaginu er mikill meirihluti heimila fylgjandi því að bjóða upp á almennings-samgöngur eða 89% fylgjandi en 11% eru
því mótfallin.
Um afstöðu til þess að flýta skólaakstri til að samnýta skólaakstur og almenningssamgöngur þá eru 54% heimila sem nýta
skólaakstur ánægð með breytinguna en 46% óánægð. Ef skoðuð er afstaða allra þar sem börn koma akandi til skóla
þá er afstaðan 51% ánægð og 49% óánægð.
Heimili þar sem aðeins eru börn í grunnskóla eru óánægðari með að skólaakstri hafi verið flýtt til að samnýta
með almenningssamgöngum, heldur en heimili þar sem eru bæði börn í grunn- og framhaldsskóla.
óánægjan virðist helst vera vegna þess hve börnin þurfa að vakna snemma og hvernig staðið var að ákvarðanatöku í
þessu máli.
Hafa ber einnig í huga að óánægjan er mun meiri norðan Miðbrautar eða 59% óánægð á móti 41% ánægðum,
en sunnan Miðbrautar eru 62% ánægð á móti 38% óánægðra. Norðan Miðbrautar fara skólabílar af stað kl. 7:15 og
7:25, en sunnan Miðbrautar kl. 7:05, 7:10, 7:20 og 7:25.
Meirihluti heimila, eða 60%, voru á móti því að flýta skólabyrjun til að stytta biðtíma en 40% heimila voru jákvæð
gagnvart þeirri breytingu.
Um afstöðu til þjónustu í biðtíma þá voru 88% ánægð með morgunverð, 81% ánægð með afþreyingu
og 75% ánægð með gæslu sem boðið er upp á í biðtíma.
Samantekið þá er meirihlutinn ánægður með allar þær breytingar sem gerðar hafa verið og ánægjan er mest þar sem breytingar
eru mestar, þ.e.a.s. lengst að fara í skóla og í bæinn með almennings-samgöngum og börnin þurfa að vakna fyrst. ánægjan er
síðan meiri hjá þeim sem eiga börn í framhaldsskólum og hafa meiri þörf fyrir almenningssamgöngurnar.
Sveitarstjórn telur að sú aðferð sem valin hefur verið til að bjóða upp á almenningssamgöngur sé sú hagkvæmasta sem
völ er á ef gæta á jafnræðis eins og hægt er og veita jafnframt ásættanlega þjónustu. Með því er stuðlað
að því að börnin í sveitarfélaginu geti stundað framhaldsnám og búið í heimahúsum sem lengst.
Harmar sveitarstjórn þá andstöðu sem þessi nýjung hefur mætt, en ákvörðun var tekin seint síðastliðinn vetur og kynning
og samráð mátti vel vera betra.
Að teknu tilliti til alls þess sem að framan er ritað sér sveitarstjórn ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulaginu og að það
verði með sama hætti næsta skólavetur þó ætíð megi ræða útfærslur og betrumbætur.
Fulltrúar F listans þeir Jón, Leifur og Björk telja að þróa eigi áframhald almenningssamgangna óháð skólaakstri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20