442. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 15. janúar 2014 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon,
Stefán árnason og Björk Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, .
Dagskrá:
1. 1312006F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 212
Fundargerð 212. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. 1312008 - Skólanefnd - Ytra mat á starfsemi leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2. 1312006 - Skólaskýrsla 2013 - SíS
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3. 1312007 - Hagstofutölur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1401001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 213
Fundargerð 213. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. 1401001 - Stofnun lóðar í landi Teigs
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.2. 1310008 - Svarta húsið við Jólagarðinn
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.3. 1401004 - Ysta-Gerði - stofnun lóðar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.4. 1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3. 1401005 - 158. fundur Heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. 1312016 - 5. fundur þjónusturáðs um málefni fatlaðra
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. 1312013 - Byggingarnefnd 91. fundur
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. 1312017 - Jólafundur byggingarnefndar 2013
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. 1401009 - Lausn frá störfum í sveitarstjórn
Ingibjörg Isaksen óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn vegna búferlaflutninga. Erindið samþykkt og færir
sveitarstjórn Ingibjörgu bestu þakkir fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar.
8. 1401008 - Styrkur til tónleikahalds í Laugarborg
Samþykkt að vísa erindinu til menningarmálanefndar.
9. 1401007 - Flýting skóla
Björk Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Málinu frestað.
10. 1401006 - útleiga á húsnæði sveitarfélagsins
Jónas Vigfússon vék af fundi meðan málið var afgreitt.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um útleigu á Skólatröð 13 (skólastjórahúsi).
Jafnframt er samþykkt að ráðstöfun hússins heyri beint undir sveitarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10