Sveitarstjórn

419. fundur 14. júní 2012 kl. 23:38 - 23:38 Eldri-fundur

419. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 15. maí 2012 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, .

 

Dagskrá:

1.  1205006 - ársreikningur 2011
 ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2011,  síðari umræða.  
 
Rekstrarniðurstaða Eyjafjarðarsveitar A og B hluta var jákvæð um kr. 35.096.000.- og rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um kr. 49.170.000.-  Fjárfesting  A og B hluta var  kr. 119.064.000.-  Ekki voru tekin nein ný lán á árinu en eldri lán greidd niður um kr. 32.970.000.-   Skuldahlutfall Eyjafjarðarsveitar A og B hluta er 49,9%.  Launagreiðslur voru 47% af heildartekjum á móti 46,2% árið 2010.
Reikningurinn var samþykktur samhljóða.
   
2.  1205003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 180
  Fundargerð 180. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 
 2.1. 1204011 - Stækkun á fjósi, Grund I, Eyjafirði
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.2. 1204009 - Umsókn um nafnabreytingu á lóð í landi Espihóls í Espilund
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.3. 1204010 - Umsókn um nafnabreytingu úr Espihóll 1 í Espigerði
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.4. 1205016 - Fuglaskoðunarhús við Kristnestjörn
  Hrafnagilsskóli óskar eftir að Eyjafjarðarsveit þiggi hús sem ætlað er fyrir fuglaskoðun við Kristnestjörn. Samþykki landeigenda  liggur fyrir. Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði samþykkt.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. Sveitarstjórn veitir gjöfinni viðtöku og þakkar Hrafnagilsskóla fyrir framtakið.  Sveitarstjóra er falið að gera kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
 
 2.5. 1205018 - Borgarhóll - landskipti
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.6. 1205019 - Víðigerði 2, frístundahús
  Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
 
 2.7. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.8. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. Sveitarstjóra falið að senda tillöguna til lögreglustjóra til afgreiðslu.
 
 2.9. 0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.10. 1205022 - ósk um efnistöku til einkanota
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
3.  1205002F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 200
 Fundargerð 200. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 
 3.1. 1203015 - Samræming vistunargjalda 2012
  Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskrárbreytingum til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
 
 3.2. 1205010 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2012-2013
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.3. 1205011 - Stofnbúnaður í almennum kennslustofum
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.4. 1103014 - Skólaakstur
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.5. 1205012 - Skóladagatal og túlkun kennsludaga og annarra skóladaga
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.6. 1205013 - Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.7. 1205014 - Ytra mat grunnskóla
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.8. 1205009 - Foreldrakönnun Krummakots, niðurstöður
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.9. 1205015 - Erindi er varðar stöðu sérkennslustjóra
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
4.  1204008 - Matseld fyrir Hrafnagilsskóla - útboð
 Sveitarstjóri fór yfir niðurstöðu útboðs og eftir leiðréttingar og magnbreytingar er áætlaður kostnaður á ári 25,5 millj.   Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Valdemar Valdemarsson um verkið.  Sveitarstjórn beinir því til skólanefndar að hún geri tillögu um gjaldskrá fyrir mötuneytið  sem taki gildi í haust.
   
5.  1103014 - Skólaakstur
 Sveitarstjóri fór yfir niðurstöðu útboðs.   Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Hópferðabíla Akureyrar, enda uppfylli þeir öll skilyrði útboðsins.
   
6.  1201004 - Samgöngumál
 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á þingmenn að samþykkja frumvarp til laga um heimild til ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðgangna undir Vaðlaheiði.  Vaðlaheiðargöng eru ekki á samgönguáætlun þar sem þau byggja á greiðslu veggjalda.  Framkvæmdin tekur því ekki fjármagn frá öðrum brýnum vegaframkvæmdum.   Vaðlaheiðargöng  eru ásamt öðrum mikilvægum framkvæmdum í vegamálum s.s. styttingu þjóðvegar 1 um 13 km við Blönduós nauðsynleg framkvæmd til að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni.  Sérstaklega er þetta mikilvægt nú á tímum hækkandi orkuverðs og flutningskostnaðar sem gerir fyrirtækjum á Norður- og Austurlandi sífellt erfiðara að standast samkeppni við fyrirtæki sem staðsett eru á stærsta markaðssvæði landsins.  Stytting þjóðvegar 1 við Blönduós er líklega með allra hagkvæmustu framkvæmdum sem fyrirfinnast á landinu.    þá mun stytting á  norðurleiðinni milli Reykjavíkur og Austurlands verða til þess að fleiri velja hana frekar en suðurleiðina og þannig munu þessar framkvæmdir styrkja enn frekar byggð og atvinnustarfsemi á  Vestur- og Norðurlandi. 
   
7.  1205023 - ósk um framlengingu á leigusamningi, Melgerði
 Erindi frá Magna Kjartanssyni þar sem hann óskar eftir framlengingu á leigusamningu um tún í Melgerði.  Magni óskar einnig eftir því að Stefán Birgir Stefánsson fái aðild að samningnum.  Jón Stefánsson vék af fundi vegna vanhæfis.   Sveitarstjórn  samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár. 
   
8.  1205024 - Umsókn um afnot af túni í landi Melgerðis
 Erindi frá óskari þór Vilhjálmssyni og Auði Jónasdóttur, þar sem þau óska eftir afnotum af túni í svokallaðri klauf norðan öldu,  í landi Melgerðis.  Jónas Vigfússon vék af fundi vegna vanhæfis.   Sveitarstjórn samþykkir að leigja landið til eins árs.  Leiguverð  taki mið af öðrum hólfum í eigu sveitarfélagsins.  Skrifstofustjóra er falið að ganga frá málinu. 
   
9.  1205025 - Kaup á Grímsstöðum á Fjöllum
 Fjallað var um beiðni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um að sveitarfélagið komi að kaupum á landi Grímsstaða á Fjöllum til endurleigu til Kínversks ferðaþjónustuaðila.
Sveitarstjórn skilur og styður áhuga heimamanna á atvinnuuppbyggingu, en sér ekki ástæðu til að eiga land í öðrum sveitarfélögum.
   
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Getum við bætt efni síðunnar?