Sveitarstjórn

412. fundur 18. janúar 2012 kl. 11:33 - 11:33 Eldri-fundur

412 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 17. janúar 2012 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.  1112004F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 149
 Fundargerð 149.  fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 1.1. 1103023 - Styrkir vegna æfinga á Akureyri
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.2. 1112001 - Tillögur UMFí samþykktar á 47. sambandsþingi 15.-16. okt. 2011
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.3. 1111037 - Styrkbeiðni RáB
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.4. 1111035 - Styrkbeiðni Funa fyrir árið 2012
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.5. 1112014 - Styrkumsókn veturinn 2011-2012 HGG
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.6. 1112013 - Styrkumsókn veturinn 2011-2012 EBA
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.7. 1112015 - Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.8. 1003012 - Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
2.  1112005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 116
 Fundargerð 116.  fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
 
 2.1. 1108014 - Umhverfisverðlaun 2011
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.2. 1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
  Sjá afgreiðslu á 9. lið dagskrár.
 
   
3.  1201001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 173
 Fundargerð 173.  fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 3.1. 1111032 - Nýtt nafn á Reykárhverfi
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.2. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.3. 1112012 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, háspennulínur og tengivirki við Kífsá
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.4. 1201003 - Gjaldskrá skipulagsfulltrúa
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
4.  1112021 - 792. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
5.  1112011 - 140. fundur Heilbrigðisnefndar
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
6.  1201004 - Samgöngumál
 í greinargerð IFS greiningar um framkvæmd Vaðlaheiðarganga kemur fram að ekki sé ágreiningur um þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, en leitt líkum að því að auka þurfi eigið fé Vaðlaheiðarganga ehf. svo tryggja megi hagstæða fjármögnun til framtíðar.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir vilja sínum til að auka hlutafé sitt í Vaðlaheiðargöngum um allt að tvöföldun frá því sem áður hefur verið lofað svo hægt sé að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst. Skorar sveitarstjórn á ríkisstjórn íslands að samþykkja ríkisábyrgð á fjármögnun ganganna svo hægt sé að hefja framkvæmdir sem allra fyrst. 
þá má benda á að ríkissjóður fær 3 – 3,5 milljarða í beinar tekjur af framkvæmdinni á byggingartíma ganganna ef farið verður i hana.  þá fjármuni má nota í brýn verkefni í þágu samfélagsins.
Minnir sveitarstjórn á það að mjög litlu fé er varið til vegamála á landsbyggðinni þrátt fyrir síauknar álögur á bifreiðaeigendur.
   
7.  1201005 - Barnaverndarnefnd
 Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir hefur óskað eftir lausn frá störfum í barnaverndarnefnd.   Sveitarstjórn samþykkir það og samþykkir að Elisabeth J. Zitterbart,  Ytri Bægisá,  taki sæti Ragnheiðar í  nefndinni.
   
8.  1106006 - ósk um leyfi frá störfum í sveitarstjórn.
 Karel Rafnsson sækir um leyfi frá störfum í sveitarstjórn fram að sumarfríi sveitarstjórnar 2012.    Sveitarstjórn samþykkir erindið.
   
9.  1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
 Fyrir fundinum lágu umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands,  Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,  Sambandi ísl. sveitarfélaga og heimild Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins til að nota tölur úr búfjáreftirlitsskýrslum við álagningu gjalda vegna förgunar dýraleifa.
Fyrirliggjandi drög að gjaldskrá er samþykkt með þeirri breytingu að gjaldskrá fyrir ílát undir almennan úrgang sorp  þ.e. 360 l,  660 l og 1.000 l  sunnan og norðan Miðbrautar verði eins og miðist við gjaldskrá norðan Miðbrautar í fyrirliggjandi drögum.
   
10.  1104017 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, styrkumsókn
 Hestamannfélagið Léttir óskar eftir því að Eyjafjarðarsveit komi að gerð reiðvegar meðfram Miðbraut með félaginu.  Sveitarstjórn frestar erindinu og óskar eftir því að félagið leggi fram nýja umsókn og kostnaðaráætlun miðað við breytta legu leiðarinnar.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:15

Getum við bætt efni síðunnar?