Sveitarstjórn

411. fundur 12. desember 2011 kl. 11:19 - 11:19 Eldri-fundur

411 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 9. desember 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon, Stefán árnason og Leifur Guðmundsson.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, Skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá samkomulag við UMF Samherja um kaup á eignum. Var það samþykkt og verður það 12. liður dagskrár.

Dagskrá:

1.  1112003F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 196
 Fundargerð 196. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
 
 1.1. 1112006 - Nafn á leikskóladeild Hrafnagilsskóla
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 1.2. 1103014 - Skólaakstur
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 1.3. 0711005 - Mötuneyti - Samningur um rekstur
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 1.4. 1112007 - Staða Hrafnagilsskóla - greinagerð án fylgiskjals
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
2.  1112001F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 115
 Fundargerð 115. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 2.1. 1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
  Fyrir fundinum lá  tillaga að breyttri gjaldskrá sem unnin hefur verið frá því að 115. fundur umhverfisnefndar var haldinn.   Sveitarstjórn samþykkir að vísa breyttri gjaldskrá til umfjöllunar í umhverfisnefnd.  
Gjaldskráin verður síðan send til umsagnar hjá heilbrigðisnefnd, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. 
þá var samþykkt að óska eftir því við umhverfisnefnd að haldinn verði sameiginlegur kynningarfundur nefndarinnar og sveitarstjórnar um þær miklu breytingar sem orðið hafa á sorphirðu,  þar verði einnig kynnt  ný gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs í Eyjafjarðarsveit.    Fundurinn verði haldinn í janúar n.k..
 
   
3.  1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
 Sjá afgreiðslu á öðrum lið dagskrár.
   
4.  1111014F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 114
 Fundargerð 114. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 4.1. 1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
5.  1102007 - Framkvæmdaráð - fundargerðir 2011
 Fundargerð 14. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu og samþykkt.
   
6.  1112003 - Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar dags. 18.11.2011
 Fundargerðin er samþykkt.
   
7.  1112004 - Air 66N, samstarf um eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi
 Erindinu er vísað til landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.
   
8.  1111038 - ósk um þátttöku í hlutafjáraukningu Moltu ehf
 Erindið er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2012.
   
9.  1111007 - Erindisbréf fyrir framkvæmdaráð
 Erindisbréf framkvæmdaráðs tekið til síðari umræðu og samþykkt.
   
10.  1011016 - Erindisbréf fjallskilanefndar
 Erindisbréf fjallskilanefndar tekið til síðari umræðu og samþykkt.
   
11.  1112009 - Fundargerð 10. fundar framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættisins
 Fundargerðin er samþykkt ásamt fyrirliggjandi drögum að samþykkt um sameiginlega byggingarnefnd.
   
12.  1112010 - Samkomulag um kaup á eignum UMF Samherja
 Fyrir lá samkomulag milli Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja um að sveitarfélagið kaupi eignarhlut félagsins í Sólgarði,  Laugarborg,  Freyvangi  og sundlauginni Syðra-Laugalandi.  Fyrirliggjandi samkomulag er samþykkt samhljóða.
   

13.  1111003 - Fjárhagsáætlun 2012 og endurskoðun áætlunar 2011. Síðari umræða

 
Fjárhagsáætlun ársins 2012 tekin til síðari umræðu.
Samþykkt eftirfarandi gjaldskrá:

útsvarshlutfall árið 2012 verði óbreytt, þ.e. 14,48%. 
Fasteignaskattur, A stofn 0.41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1.32 %  samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn  1.20 % (óbreytt)
Holræsagjald  0.1 %   (óbreytt)
Vatnsskattur:
íbúðarhúsnæði,  vatnsgjald kr./m²/ár 109,15 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 7,275,05
Annað húsnæði,  vatnsgjald kr./m²/ár 109,15 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 14.550,10
 
Gjalddagar fasteignagjalda verði  5  þ.e.  1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.
 
Afsláttur er veittur af  fasteignagjöldum til  tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega  og  hækkar tekjuviðmiðið um 9% frá fyrra ári.
 Einstaklingar:
 100 %                0.- til  2.040.000.-
 75 %   2.040.001.- til 2.223.600.-
 50 %   2.223.601.- til  2.438.000.-
 25 %   2.438.001.- til  2.664.000.-
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
 100 %                 0.- til  3.468.000.-
 75 %   3.468.001.- til  3.780.000.-
 50 %   3.780.001.- til  4.143.000.-
 25 %   3.143.001.- til  4.495.000.-
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.
 
álagningu sorpgjalds er frestað þar til gjaldskrá hefur verið samþykkt.
                         
Rotþróargjald verði:
þróarstærð allt að 1800 l kr.    7.698.-  10% hækkun
þróarstærð  1801 - 3600 l kr. 11.758.-  10% hækkun
 
Gjaldskrá leikskóla  og skólavistunar verði óbreytt.   Endurskoðun gjaldskrár fyrir vistun  mun fara fram á árinu.  Fæðisgjald í leikskóla fylgi verðlagsbreytingum í mötuneyti Hrafnagilsskóla.
 
þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. 
Fjárfestingar samtals kr. 13.668.000.-  og markaðviðhald samtals kr. 23.027.000

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2012  í þús. kr.
Tekjur                                         kr.   686.451
Gjöld án fjármagnsliða            kr.   656.657
Fjármunatekjur og gjöld          kr.     11.224
Rekstrarniðurstaða                   kr.     18.570
Veltufé frá rekstri                      kr.     49.711
Fjárfesingarhreyfingar              kr.     13.668
Afborganir lána                          kr.    18.743
Hækkun á handbæru fé            kr.    17.300
 
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða og þakkar sveitarstjórn öllu nefndarfólki og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir ánægulegt samstarf og góða vinnu við áætlanagerð fyrir árið 2012.


14.  1112005 - ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra
 Lagt fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:10

Getum við bætt efni síðunnar?