409 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 8. nóvember 2011 og
hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen,
Jónas Vigfússon, Stefán árnason og Birgir H. Arason.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1110001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 169
Fundargerð 169. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
1.1. 1109007 - Brúnalaug - umsókn um byggingareit fyrir geymslu og viðbyggingu við gróðurhús
Afgreiðsla nefndarinnar
samþykkt.
1.2. 0908016 - Laugafell - Umsókn um leyfi til að byggja hús suður af Eyjafjarðardrögum
Afgreiðsla nefndarinnar
samþykkt.
1.3. 1110017 - úttekt á fiskgengd í þverá ytri
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.4. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
1.5. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
1.6. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
1.7. 1109018 - Garður - umsókn um byggingarreit fyrir viðbyggingu
Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
2. 1110003F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 140
Fundargerð 140. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og
einstök mál bera með sér.
2.1. 1009020 - Lagakeppni
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 1110004F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 112
Fundargerð 112. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál
bera með sér.
3.1. 1108014 - Umhverfisverðlaun 2011
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3. 1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4. 1110014 - Sjálfbærni í sveitarfélögum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5. 1102024 - Heildarúttekt og skráning á náttúrufari
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.6. 1110011 - ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2011
Gefur ekki tilefni til
ályktana.
4. 1111001F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 141
Fundargerð 141. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og
einstök mál bera með sér.
4.1. 1009020 - Lagakeppni
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.2. 1111001 - Fjárhagsáætlun 2012
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1102007 - Framkvæmdaráð - fundargerðir 2011
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6. 1110005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 170
Fundargerð 170. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera
með sér.
6.1. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6.2. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.3. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6.4. 1109018 - Garður - umsókn um byggingarreit fyrir viðbyggingu
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6.5. 1108016 - þverárnáma - matsáætlun
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
7. 1110010 - 138. fundur Heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. 1110002 - 224. fundur Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. 1110001 - 223. fundur Eyþings
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Varðandi 12. lið fundargerðar um
Vaðlaheiðargöng var eftirfarandi bókun samþykkt:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir ánægju sinni með að útreikningar sýni að sanngjörn veggjöld geti fjármagnað
Vaðlaheiðargöng. Bygging ganganna mun hleypa lífi í atvinnulífið á Norðausturlandi og styrkir byggð á svæðinu.
Sveitarstjórn skorar því á Alþingi, ríkisstjórn og þingmenn Norðurlands eystra að sjá til þess að hægt sé
að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst.
10. 1111004 - 790. fundur Sambands ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerðum samráðsfunda.
Fundargerðinar eru lagðar fram til kynningar.
11. 0708029 - Reykárhverfi - flutningur á háspennilínu
Fyrir fundinum lá bréf frá Daníel
þorsteinssyni og Hrafnhildi Vigfúsdóttur þar sem þau gera athugsemd við bókun á 408. fundi sveitarstjórnar þann 18. október
s.l. og árétta kröfu sína um endurgreiðslu á lóðargjaldi.
Sveitarstjórn hafnar erindinu því ekki er séð að til skaðabótaskyldu hafi stofnast og engin gögn lögð fram sem sýna fram á
tjón eigenda. Bryndís þórhallsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð er samþykk ákvörðun sveitarstjórnar sem byggir á lögfræðilegu áliti um vafasamt réttmæti þess að
greiða út skaðabætur þegar ekki hefur verið sýnt fram á neinn miska. Hins vegar harmar undirrituð stjórnsýslulega meðferð
málsins sem tekið hefur 6 ár frá því málshefjendur leituðu fyrst réttar síns til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þar
til raflínan er loks færð í jörð. Undirrituð vill koma á framfæri skýrri afsökunarbeiðni til málshefjenda sem hafa
sýnt langlundargeð og viðhaft málefanleg vinnubrögði í að koma sýnum sjónarmiðum á framfæri."
12. 1110018 - ósk um hraðahindranir og skilti í Laugartröð
Fyrir fundinu lá bréf undirritað af 12 íbúum í Reykárhverfi þar sem þeir óska eftir því að settar
verði upp hraðahindranir á Laugartröð. Einnig óska þeir eftir að sett verði upp skilti og/eða merki málað á
göturnar. Sveitarstjórn tekur undir erindi bréfritara og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.
13. 1110012 - Handverkshátíð 2012
Erindi frá Ester Stefánsdóttur f.h. Handverkshátiðar þar sem sótt er um styrk kr. 400.000.- til gerðar heimildarmyndar í tilefni af
tuttugustu Handerkshátíðinni 2012. Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.
14. 1111005 - Landsmót hestamanna 2014
Beiðni frá Hestmannafélaginu Funa um að sveitarfélagið tilnefni aðila
úr sveitarstjórn til að kynna fyrir stjórnum Landsmóts hestamanna og Landssambands hestamanna það svæði sem þeir bjóða í
umsókn sinni um Landsmót 2014.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar styður umsókn Hestmannafélagsins Funa um landsmót á Melgerðismelum 2014. þegar landsmót var
haldið melunum 1998 studdi sveitarfélagið ásamt Akureyrarbæ myndarlega við uppbygginguna og er sveitarstjórn tilbúin til viðræðna um
stuðning vegna næsta landsmóts á Melgerðismelum.
ákveðið að óska eftir fundi með fulltrúum frá Funa og LH til að afla frekar upplýsinga. Sveitarstjóra falið að boða til
fundarins.
15. 1111003 - Fjárhagsáætlun 2012 og endurskoðun áætlunar 2011.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur málaflokka og rekstur og fjárfestingu eignasjóðs. Sveitarstjórn felur framkvæmdaráði að
vinna fyrir næsta fund sveitarstjórnar 3-5 ára áætlun um framkvæmdir og viðhald.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00