408 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 18. október 2011 og
hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen,
Jónas Vigfússon, Stefán árnason og Leifur Guðmundsson.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1109007F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 136
Fundargerð 136. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Gefur ekki tilefni
til ályktana.
1.2. 1108012 - Beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt fræmkvæmdaáætlun.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3. 1009015 - Endurskoðun á jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit og vísar henni til síðari
umræðu.
1.4. 1109012 - Aðgerðaráætlun sveitarfélaga um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1109008F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 8
Fundargerð 8. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1104011 - Fjallskil og fjárgöngur 2011
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 1109009F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 147
Fundargerð 147. fundar
íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1109010 - ósk um áframhaldandi sund- og leikfimi haust 2011
Afgreiðsla nefndarinnar er
samþykkt.
3.2. 0809027 - Ungmennaráð í sveitarfélögum
Sveitarstjóra falið
að vinna drög að reglum um hlutverk og val í ungmennaráð í sveitarfélaginu.
4. 1110007 - Flokkun ehf. fundargerð frá 29. september 2011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. 1110005 - Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011
Sveitarstjóra falið að
undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum.
6. 1110006 - ályktanir Eyþings 2011
Lagt fram til kynningar.
7. 1006012 - Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2010-2014, skv. 51. grein samþykktarar um stjórn og fundarsköp
Eyjafjarðarsveitar
Aðalmaður F-lista í Umhverfisnefnd Georg Hollanders, öldu hefur óskað eftir að láta af
störfum. í hans stað kemur varamaður F-lista í Umhverfisnefnd Björk Sigurðardóttir, Stokkahlöðum.
Nýr varamaður er Bergljót Sigurðardóttir Vallartröð 7.
Samþykkt að skipa sem fulltrúa á haustfund AFE þá Arnar árnason og Jón Stefánsson sem aðalmenn og varamenn verða Einar
Gíslason og Leifur Guðmundsson.
8. 0708029 - Reykárhverfi - flutningur á háspennilínu
Fyrir fundinum lá bréf frá
Daníel þorsteinssyni og Hrafnhildi Vigfúsdóttur, Skógartröð 9, vegna raflínu sem liggur of nærri húsi
þeirra. Bréfritarar fara fram á endurgreiðslu lóðargjalda vegna þess hve seint raflínan verður sett í
jörð. það kom einnig fram að samkvæmt upplýsingum frá RARIK er áætlað að setja línuna í
jörð nú í haust og hefst vinna væntanlega við það í lok þessarar viku. Afgreiðslu á erindinu er frestað til
næsta fundar.
9. 1110008 - Fyrirspurnir frá F-lista
Fyrirspurnir frá F-listanum:
1. Háspennulína ofan við Skógartröð. Vísað er til afgreiðslu á máli 0708029.
2. Fyrirspurn frá F-listanum varðandi lán til Tónvinafélags Laugarborgar vegna kaupa á flygli í Laugarborg. í fyrirspurninni er spurt
um vexti af láninu og áætlaðar endurgreiðslur. í svari sveitarstjóra kemur fram að lánið ber ekki vexti og að ekkert hefur verið
greitt af því. Sveitarstjórn óskar eftir yfirliti frá Tónvinafélaginu um styrkumsóknir og hvað félagið hyggist fyrir
varðandi endurgreiðslu á láni sveitarfélagsins.
3. Fyrirspurn frá F-listanum varðandi synjun sveitarstjórnar á 2,1 millj. láni til UMF Samherja en vilyrði um hugsanleg eignakaup af
félaginu. í svari sveitarstjóra kemur fram að viðræður hafa ekki farið af stað.
10. 1110009 - Tillaga F-lista um verkbók
F-listinn leggur til að sveitarstjórn og sveitarstjóri taki upp
markvisst verkstjórnarkerfi til að hafa betri yfirsýn yfir framgang mála. Samþykkt að skipa sveitarstjóra, oddvita, skrifstofustjóra og
oddviti F-listans í vinnuhóp til að skoða málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45