Sveitarstjórn

399. fundur 02. mars 2011 kl. 10:15 - 10:15 Eldri-fundur

399 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 1. mars 2011 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Karel Rafnsson, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, Skrifstofustjóri.


Dagskrá:

1.  1102002F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 141
 Fundargerð 141. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 1.1. 1102005 - Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir sækir um styrk vegna keppnisferðar til Gautaborgar, júlí 2011
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.2. 1102008 - íþróttaskóli fyrir litlu börnin
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
2.  1102003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 155
 Fundargerð 155. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 2.1. 1102010 - Hlíðarfjall-tillaga að deiliskipulagi dags. 8.02.11
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.2. 1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
  Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.
 
 2.3. 1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.4. 1102017 - Hóll 2 - umsókn um leyfi til að byggja bílskúr
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.5. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
  Nefndin frestaði afgreiðslu.
 
 2.6. 1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
  Nefndin frestaði afgreiðslu.
 
 2.7. 1006018 - Breyting á aðalskipulagi. Syðri-Varðgjá, umsókn um að skilgreining landsspildu verði breytt úr íbúðarhúsabyggð í verslunar og þjónustusvæði
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
3.  1102007 - Framkvæmdaráð - fundargerðir 2011
 Fundargerðin er samþykkt.
   
4.  1102013 - 132. fundur Heilbrigðisnefndar
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
5.  1102009 - 783. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
6.  1102022 - Komdu norður - styrkbeiðni
 Beiðni um styrk vegna markaðsátaksins "Komdu norður"   Samþykkt vísa erindinu til landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.
   
7.  1102021 - Pappírsvinnsla - kaup á tætara
 Erindi frá Moltu þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi frá upphafi áætlað að nýta pappír sem stoðefni. Til þess að það geti orðið þarf að kaupa tækjabúnað til að tæta pappírinn.   Akureyrarbær hefur boðist til að leggja þennan tækjabúnað til gegn því að dagblöð sem falla til frá íbúum yrðu tekin til vinnslu hjá Moltu án gjaldtöku.  Um er ræða pappírstætara sem kostar hingað kominn rétt tæpar 7 milljónir króna.   Nú hefur verið ákveðið að bjóða öðrum sveitarfélögum að taka þátt í þessu verkefni upp á sömu kjör.  það þýddi að viðkomandi sveitarfélag legði fram fé til kaupanna í hlutfalli við íbúatölu 1. desember 2010.  Hlutur Eyjafjarðarsveitar samkvæmt þessu yrði þá kr. 290.900.-.   Molta ehf er hlutafélag m.a. í eigu sveitarfélaganna við Eyjafjörð og því óeðlilegt að þau tæki sem keypt eru og notuð til rekstrar fyrirtækisins séu í eigu einstakra hluthafa en ekki í eigu fyrirtækisins.  Sveitarstjórn furðar sig á þeim vinnubröguðum sem viðhöfð eru í þessu máli.  
   
8.  1102020 - Skilti til verndar fuglum
 Erindi frá þuríði Baldursdóttur þar sem hún óskar eftir því að sett verði upp skilti sem minna á fuglavarp.  þuríður  leggur til að sett verði upp skilti á Eyjafjarðarbraut eystri skammt sunnan Leiruvegar og annað sunnan við Gröf.   Sveitarstjórn fagnar erindinu og felur sveitarstjóra að sjá til þess að skiltin verði uppsett fyrir 0. apríl.      
   
9.  1102015 - ósk um umsóknir fyrir 1. Landsmót UMFí 50+ helgina 24.-26. júní 2011
 Sveitarstjórn vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.
   
10.  1102024 - Heildarúttekt og skráning á náttúrufari
 Erindi frá Emilíu Baldursdóttur þar sem hún vekur athygli á metnaðarfullri stefnumörkun sem sett er fram í gildandi Aðalskipulagi Greinargerð I undir lið 2.1.1 Umhverfis- og verndunarmál, náttúruverndarsvæði. Bréfritari óskar eftir því að sveitarstjórn hlutist til um að þegar verði hafist handa við þessa vinnu - enda komið á fjórða ár frá því þessi stefnumörkun var samþykkt.   Sveitarstjóra og umhverfisnefnd falið að vinna kostnaðaráætlun fyrir verkið. 
   
11.  1102011 - Skrifstofuhúsnæðið Hrafnagilsskóla
 Fundargerð frá opnun tilboða í innréttingu á skrifstofum Eyjafjarðarsveitar  lögð fram til kynningar.
   
12.  1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
 Fundargerð frá opnun tilboða í sorphirðu í Eyjafjarðarsveit lögð fram til kynningar. 


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   16:10

Getum við bætt efni síðunnar?