Dagskrá:
1. Leikskólinn krummakot - Starfsáætlun 2024-2025 - 2410025
Starfsáætlun Krummakots 2024-2025 lögð fram til samþykktar.
Umræður urðu meðal annars um skráningardaga, fyrirkomulag gjaldtöku og öryggisáætlun. Góð tengsl eru milli starfsáætlunar og innri matsskýrslu frá því í vor.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun 2024-2025 Krummakots verði samþykkt.
2. Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2024-2025 - 2410026
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025 lögð fram til samþykktar. Umræður urðu meðal annars um foreldrastefnumót, gæðaráð, öryggiseftirlit, símafrí og yfirlit yfir skimanir.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025 verði samþykkt.
3. Leikskólinn Krummakot - Sérkennsla - staða og skipulag - 2410027
Leikskólastjóri kynnti stöðu sérfræðiþjónustu við skólann en auglýst er eftir fleira fagfólki til starfa.
4. Hrafnagilsskóli - Sérkennsla - staða og skipulag - 2410028
Grunnskólastjóri kynnti stöðu sérfræðiþjónustu við skólann en skólastjóri telur skólann vel mannaðan af fagfólki í sérfræðiþjónustu.
5. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Lagt fram til kynningar minnisblað sveitarstjóra um stöðu framkvæmda við viðbyggingu Hrafnagilsskóla.
6. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028 - 2409021
Skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir ramma fjárhagsáætlunar.
Nefndin leggur til að fjármagn til tölvukaupa verði aukið sbr. minnisblað grunnskólastjóra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45