Dagskrá:
1. Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar - 2302012
Gestir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson - 00:00
Gunnþór E. Gunnþórsson kynnti ferlið við gerð Menntastefnu Eyjafjarðar og fór í gegnum nýjustu drög stefnunnar. Nefndarfólk fær send nýjustu drög innan fárra daga og gefst þeim tækifæri til að koma ábendingum og athugasemdum til Gunnþórs.
Samþykkt
2. Leikskólinn Krummakot - Umbótaáætlun í framhaldi af ytra mati árið 2023 - 2404025
Erna Káradóttir kynnti umbótaáætlun Krummakots. Spurningar vöknuðu um kannanir sem Ásgarður skólaþjónusta leggur fyrir, þ..e. hvort hægt sé að nýta gögnin til samanburðar við aðra skóla. Erna kannar það.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30