Dagskrá:
1. Leikskólinn krummakot - starfsáætlun 2023-2024 - 2309011
Starfsáætlun Krummakots 2023-2024 lögð fram til samþykktar.
Umræður urðu meðal annars um vistunartíma barna, sex gjaldfrjálsa tíma í leikskólum í nágrannasveitarfélögum, betri vinnutíma starfsfólks og tíðni skyndihjálparnámskeiða.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun 2023-2024 Krummakots verði samþykkt.
Samþykkt
2. Leikskólinn krummakot - Staðan haustið 2023 - 2309012
Erna Káradóttir leikskólastjóri Krummakots gerði grein fyrir stöðunni í leikskólunum haustið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
3. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Lagt fram til kynningar minnisblað um húsnæðismál grunn- og leikskóla.
Samþykkt
4. Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2023-2024 - 2309013
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2023-2024 lögð fram til samþykktar. Umræður urðu meðal annars um farsímanotkun í grunnskólum.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2023-2024 verði samþykkt.
Samþykkt
5. Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2023 - 2309014
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla gerði grein fyrir stöðunni í grunnskólanum haustið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
6. Skólanefnd - Skólaakstur - 2308013
Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar leggur til að akstursáætlun Hrafnagilsskóla 2023-2024 verði samþykkt.
Samþykkt
7. Drög að ályktun vegna sameiningar framhaldsskólanna á Akureyri - 2309021
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að hún samþykki eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mótmælir þeim vinnubrögðum sem Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur haft við undirbúning ákvörðunar sinnar um að sameina skuli M.A. og V.M.A.
● Ákvörðunin virðist tekin fyrst og fremst af rekstrarlegum rökum án tillits til þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á val nemenda um ólíkar skólagerðir og ólíka skólamenningu sem mikilvægt er að standa vörð um. Ekki er litið til þess að þegar
hefur verið sparað stórkostlega með því að stytta framhaldsskólann um 1 ár og að þar sé fjármagn sem ætti að nota til að koma til móts við aðþrengda framhaldsskóla sem ekki fá fjármagn í samræmi við fjölda innritaðra nemenda.
● Óljósar fullyrðingar um bætt nám eru hvergi rökstuddar eða sagt til um í hverju það felst.
● Engar fyrirætlanir eru kynntar um bætta aðstöðu verknáms við V.M.A. sem er grundvallarþáttur eigi að efla verknám og fjölga nemendum í verknámi eins og ráðherra hefur boðað að stefnt sé að.
● Auk sparnaðar sem á að nást með því að stækka námshópa, á hann að nást með því að fækka starfsfólki við náms- og starfsráðgjöf og í sálfræðiþjónustu sem allt gengur þvert á fullyrðingar um að auka eigi stuðning við nemendur.
Öll fyrirheit um samráð við skólasamfélagið; nemendur, starfsfólk og skólanefndir voru svikin og engin tilraun gerð til að láta reyna á möguleika samstarfs milli skólanna til að efla nám í einstökum greinum. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi barna- og menntamálaráðherra.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05