Dagskrá:
1. Leikskólinn Krummakot - staða og horfur skólaárið 2022-2023 - 2209005
Skólanefnd þakkar fyrir greinargóð svör við því hvernig húsnæðisþrengsl í leikskólanum voru leyst til bráðabirgða og þökkum starfsfólki fyrir mikla og góða vinnu.
2. Leikskólinn Krummakot - Mat á skólastarfi - 2302008
Erna skólastjóri kynnti niðurstöður úr foreldrakönnun frá nóvember 2022.
3. Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar - 2302012
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að setja af stað endurskoðun skólastefnunnar- þar sem komin er tími til þess.
4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Minnisblað um húsnæðismál leik- og grunnskóla var kynnt og rætt. Ábendingar komu fram um að þess verði gætt að vera í samráði við alla hagsmunaaðila í öllum skrefum framkvæmda. Við áframhaldandi skipulag skólanna er mikilvægt að vinna í góðu samráði við fagaðila, stjórnendur og starfsfólk.
Skólanefnd óskar eftir að fá kynningu á fyrirliggjandi teikningum og framkvæmdaráætlun.
5. Torfufell - Erindi til skólanefndar um skólabílaáætlun - 2209047
Minnisblað vegna skólaaksturs var kynnt.
6. Skólanefnd - Kosning varaformanns - 2302014
Guðmundur bauð sig fram sem varaformaður. Allir fundarmenn samþykkir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00