Skólanefnd

193. fundur 25. maí 2011 kl. 11:50 - 11:50 Eldri-fundur

193 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 24. maí 2011 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Sigmundur Guðmundsson, Jónas Vigfússon, Karl Frímannsson, Hans Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir, Indiana ósk Magnúsdóttir og þór Hauksson Reykdal.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  0711005 - Mötuneyti - Samningur um rekstur
 í ljós hefur komið að samningur um rekstur mötuneytis er í gildi út næsta skólaár.  Samþykkt að reksturinn verði boðinn út að því loknu.
   
2.  1103014 - Skólaakstur
 Heimilt er að framlengja samning um skólaakstur út næsta skólaár.  Samþykkt að framlengja samninginn til árs og bjóða út aksturinn að því loknu.
   
3.  1103013 - Námskeið fyrir skólanefndir
 Formaður sagði frá námskeiði sem haldið var fyrir skólanefndir.  Tveir fulltrúar skólanefndar sóttu námskeiðið.
   
4.  1103009 - Skólavogin
 Kynningafundur um verkefnið átti að vera í Reykjavík í dag.  Fundinum var frestað fram til hausts vegna ófærðar.
   
5.  1105016 - Skóladagatal skólaárið 2011-2012 beggja skólastiga
 Karl fór yfir skóladagatöl.  Engar athugasemdir frá skólanefnd.
   
6.  0905003 - Starfsmannamál grunn- og leikskóla
 Karl skýrði frá starfsmannamálum grunnskólans.
Tveir grunnskólakennarar verða í leyfi skólaárið 2011-2012. Búið er að auglýsa stöður þeirra og auk þess eina stöðu fram til áramóta vegna fæðingarorlofs. Alls bárust 23 umsóknir um störfin. Ráðið verður í stöðurnar í þessari viku.
Nú liggur fyrir að aukning verði á fjölda fagmenntaðra starfsmanna í leikskóladeild Hrafnagilsskóla frá og með næsta hausti. í 9. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segir: "Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara. Eins og staðan er núna þá bendir allt til þess að við skólann verði sex leikskólakennarar í haust og einn þroskaþjálfi sem er ánægjuleg breyting frá því sem verið hefur. það er fjölgun um þrjá fagmenntaða starfsmenn.
Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka  um 1.260 þús. alls.
Skólanefnd fagnar því sérstaklega að tekist hafi að auka hlut fagmenntaðra starfsmanna við leikskóladeild.
   
7.  1105017 - ávaxta- og grænmetisstundir
 Nemendum leik- og grunnskóladeildar hefur verið boðið upp á ávexti og grænmeti á hverjum morgni í þessum mánuði. Um er að ræða tilraunaverkefni.  ánægja er með þetta fyrirkomulag og vilji til að halda því áfram. Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að viðbótarfjárveiting verði veitt til að halda þessu áfram út þetta fjárhagsár. áætlaður kostnaður er um 100 þúsund krónur á mánuði.
   
8.  1105018 - Fjölgun kennslustunda á unglingastigi
 Tekin var ákvörðun um það fyrir skólaárið 2010-2011 að fækka valgreinum á unglingastigi stytta skólatímann á fimmtudögum sem nemur um þremur kennslustundum í 9. og 10. bekk á viku og tveimur í 8. bekk. Nú er  ljóst að ráðuneytið heimilar ekki slíka ráðstöfun og því er enginn annar kostur en að hefja valgreinakennsluna að nýju.Tillaga skólastjóra er sú að kenna þann tímafjölda sem lög gera ráð fyrir þ.e. 37 vikustundir á unglingastigi og viðurkenna eina valgrein utan skóla en ekki tvær líkt og var áður.Skólanefnd tekur undir þá tillögu. Með því er farið að lögum bæði hvað varðar vikustundafjölda sem og þann rétt nemenda að fá viðurkennda valgrein utan skóla.
 Kostnaður sem hlýst af breytingunni er bæði vegna kennslu og skólaaksturs. Kennslustundum fjölgar um 6 á viku og heimkeyrslum um eina. áætlaður kostnaður á ári er um 2,3 milljónir þ.e. aksturinn kostar um 1,7 milljón og kennslukostnaður verður um 660 þús. Kostnaðurinn frá 1. ágúst til áramóta er áætlaður um ein milljón.
Skólanefnd beinir því til íþrótta- og tómstundanefndar að hafa forgöngu um að boðið verði upp á frístundastarf frá því að formlegu skólastarfi yngri nemenda lýkur á þessum degi, fram að heimkeyrslu til að unnt sé að sameina akstur allra nemenda og spara aukakostnað við akstur.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:20

Getum við bætt efni síðunnar?