Dagskrá:
1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 (breyting) Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17, nr. 0821-2024 Kynning tillögu á vinnslustigi - umsagnarbeiðni - 2502023
Akureyrarbær hefur óskað eftir umsögn nefndarinnar við aðalskipulagsbreytingu: Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17: kynning tillögu á vinnslustigi (breyting á aðalskipulagi), mál nr. 0821/2024 í skipulagsgátt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
2. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022 - 2210043
Fyrir fundinum liggur tillaga að skipulagslýsingu fyrir endurskoðað aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2025-2037, unnið af Landslagi, febrúar 2025, til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd óskar eftir sameiginlegnum fundi með sveitarstjórn þar sem farið verður yfir áherslur og stefnu ásamt skipulagshönnuði.
3. Húsnæðisáætlun 2025 - 2502043
Fyrir nefndinni liggur húsnæðisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit fyrir árið 2025.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög af húsnæðisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 verði samþykkt.
4. Oddi (áður Espigerði), Birkitröð, Kvos - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna deiliskipulagsvinnu varðandi Odda, áður Espigerði, Birkitröð og Kvos ásamt uppfærðri tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna deiliskipulagið að nýju samkv. 5.6. og 5.7.gr. skipulagsreglugerðar 90/2013.
5. Brúnahlíð Brúarlandi - leiðrétting á skipulagsmörkum - 2305033
Fyrir fundinum liggur að nýju fyrir beiðni um leiðréttingu á skipulagsmörkum á milli Brúnahlíðar og Brúarlands, óveruleg breyting á deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 13.6.2023 en láðist að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda innan árs.
Samkvæmt ábendingu frá Skipulagsstofnun þá þurfa skipulagsmörkin að vera skýr og geta ekki skarast. Leiðréttingin er gerð til að deiliskipulag Brúarlands, íbúðarbyggð geti öðlast gildi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna "Brúarhlíð Brúarlandi - Leifsstaðir Eyjafjarðarsveit" þannig að skipulagsmörk verði leiðrétt samkvæmt ábendingu frá Skipulagsstofnun og að deiliskipulagið "Brúarland Eyjafjarðarsveit, Brúnagerði áfangi A og B (05)" geti öðlast gildi. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullnusta skipulagið með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
6. Öngulstaðir 5 - L225123 - Umsókn um stofnun sjálfstæðrar eignar úr kjallaraíbúð hússins. - 2502030
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Öngulsstaða 5 L225123 F2160058, sem sækja um leyfi til að gera íbúð í kjallara eignarinnar að sjálfstæðri fasteign/séreign.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
7. Borholur í nágrenni Stokkahlaða - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Norðurorka - 2502018
Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til borunar á borholum í nágrenni Stokkahlaða. Umsókninni fylgir áætluð staðsetning ásamt umsögn/leyfi landeiganda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggja samþykki landeigenda fyrir.
8. Víðigerði II - L152822 - Umsókn um byggingarreit fyrir 180m2 - 2502031
Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarreit undir allt að 180m2 geymslu í landi Víðigerðis II L152822
Benjamín Örn Davíðsson víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
9. Torfur - L152816 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir malartöku - 2502020
Fyrir fundinum liggur erindi, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til 50.000 m³ malartöku í landi Torfa L152816. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir afmörkun svæðisins sem um ræðir.
Benjamín Örn Davíðsson víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir við skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við umsækjendur.
10. Leifsstaðir land (Leifsstaðabrúnir 25 eða Heiðarhvammur) L152708 - óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2502011
Fyrir fundinum liggur erindi þar sem óskað eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í auknu á nýtingarhlutfalli, mænisstefnu og þakformi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Leifsstaðabrúna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til lóðar nr. 25, og að breytingartillögu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við tillöguna og að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
11. Brúarland (ÍB 15) og Brúarland efra svæði (L) (SL), breytingar á skilgreiningu í ASK - 2501006
Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi sínum þann 10.febrúar sl. og kallaði eftir uppfærðum skipulagsgögnum. Samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er nú lögð að nýju fyrir nefndina sú lýsing á breytingartillögu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030, er sveitarstjórn á fundi sínum þann 16. janúar sl. heimilaði landeiganda að leggja fyrir nefndina.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði lögð fram til kynningar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30