Skipulagsnefnd

425. fundur 10. febrúar 2025 kl. 08:00 - 09:10 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Þórustaðir 2 L152852 - ný- og viðbygging - grenndarkynning - 2502010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ívari Ragnarssyni f.h. lóðarhafa sem óskar eftir að byggja við- og nýbyggingu á lögbýlinu Þórustöðum 2. Umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Ívari Ragnarssyni dags. 06.10.2024 og óskar skipulags- og byggingarfulltrúi umsagnar nefndarinnar um áformin.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og kallar eftir skipulagsgögnum.
 
2. Brúarland (ÍB 15) og Brúarland efra svæði (L) (SL), breytingar á skilgreiningu í ASK - 2501006
Samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram fyrir nefndina sú lýsing á breytingartillögu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030, er sveitarstjórn á fundi sínum þann 16. janúar sl. heimilaði landeiganda að leggja fyrir nefndina.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og kallar eftir uppfærðum skipulagsgögnum.
 
3. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Fyrir fundinum liggja tillaga á vinnslustigi vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt.
Aðalskipulagstillagan er unnin af Landslagi dags. 7.febrúar 2025 og er deiliskipulagstillagan unnin af Lilium teiknistofu, dags. 22.01.2025 en hún hefur verið uppfærð í samræmi við umræður á seinasta fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd óskar eftir við skipulagshönnuð að uppfæra gögn svo að mænishæð verði að hámarki 10m. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri aðal- og deiliskipulagstillögu vegna Bakkaflatar - athafnasvæðis verði vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
4. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022 - 2210043
Til kynningar er svar Skipulagsstofnunar við umsókn Eyjafjarðarsveitar um kostnaðarframlag vegna endurskoðunar aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og samningur um vinnuna við Landslag.
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd reiknar með að taka fyrir drög af skipulagslýsingu á næsta fundi sínum.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10
 
Getum við bætt efni síðunnar?