Dagskrá:
1. Reiðleið um Brúnir - 2308022
Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttri legu reiðleiðar RH7 um Brúnir. Erindið var síðast á dagskrá sveitarstjórnar þann 5. september s.l. að undangenginni umfjöllun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn afgreiddi þá tillöguna til samþykktar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn hefur rýnt tillöguna í samræmi við gr. 4.8.3 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Ein athugasemd barst á kynningartímabili tillögunnar sem lauk 13.11.2024 og er hún nú til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd telur ábendingu landeiganda varðandi orðalag í skipulagstillögu um að reiðleiðin fari meðfram skjólbelti sé réttmæt og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði um orðuð á þann veg að skjólbeltisins sé ekki getið, enda telur skipulagsnefnd ljóst að um sé að ræða svæði það sem landeigandi getur um í erindi sínu og hnitsett var með kaupsamningi.
Leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrædd setning í skipulagstillögunni verði því orðuð svo: „Þaðan liggur reiðleiðin til suðurs um hitaveituveg, yfir Miðbraut (823) meðfram landamerkjum Brúna og Syðra Laugalands að Eyjafjarðarbraut (829).“
Skipulagsnefnd telur skipulagsbreytinguna ólíklega til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa sé falið að senda uppfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir situr hjá við afgreiðsluna erindisins vegna vankanta sem orðið hafa. Upplýsingar lágu ekki fyrir í skipulagsnefnd þegar ákvarðanir voru teknar á fyrri stigum í skipulagsferlinu.
2. Eyjafjarðará - aukning á rennsli austurkvíslar - 2304027
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 27. apríl 2023 að óska umsagnar Umhverfisstofnunar um möguleg áhrif framkvæmda til að auka rennsli í austurkvísl Eyjafjarðarár en árfarvegurinn er að fyllast af framburði með möguleiki á að hann lokist alveg. Umsögn Umhverfisstofnunar liggur nú fyrir, dags. 25.10.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kannaður sé vilji landeigenda til verkefnisins áður en næstu skref eru ákveðin. Þá verði umsögn Umhverfisstofnunar send Óshólmanefnd til kynningar.
3. Leifsstaðir II L152714 - breyting á deiliskipulagi, hótel orlofshús - 2411007
Landeigandi, S&A eignir ehf. kt. 680918-1040 óska eftir breytingu á deiliskipulagi Leifsstaða 2, verslunar- og þjónustusvæðis sem tók gildi 10.01.2024. Óskað er eftir að fá að breyta deiliskipulaginu með fjölgun gistimöguleika og aukningu gistieininga, sbr. meðfylgjani erindi dags. 07.11.2024. Gildandi deiliskipulag Leifsstaða 2 fylgir með fundargögnum.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að boða málsaðila á fund til að kynna áformin frekar.
4. Eyrarland L152588 - umsókn um stofnun landspildunnar Eyrarlands ytra - 2411012
Landeigendur Jóhann Reynir Eysteinsson kt. 260671-4809 og Bur ehf. kt. 710523-2230 sækja um heimild sveitarfélagsins til að stofna nýja 409,2 ha landspildu úr landi Eyrarlands L152588 en innan landspildunnar eru 16 lóðir samtals 38.391,0 m² að stærð, tvær garðávaxtageymslur (mhl nr. 011 og 018) ásamt hemreið að Eyrarlandi og lóðum og skal almennur umferðarréttur tryggður þar um. Sótt er um að nýja lóðin fái staðfangið Eyrarland ytra. Merkjalýsing, unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 8.nóvember.2024, fylgir ásamt F-550 umsókn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun landspildunnar sé samþykkt enda verði almennur umferðarréttur tryggður að öllum lóðum innan hennar auk heimreiðar að Eyrarlandi og greiður aðgangur að merktri gönguleið líkt og fram kemur á deiliskipulagi. Þá leggur nefndin jafnframt til við sveitarstjórn að staðfangið Eyrarland ytra verði samþykkt.
5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - endurskoðun, nr. 13172024 Lýsing (Breyting á aðalskipulagi) - umsagnarbeiðni - 2411004
Akureyrarbær óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna endurskoðunar Aðalskipulags bæjarins og fylgir skipulagslýsing erindinu, dags. 23.10.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
6. Sýslum. á Norðurl.eystra - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gististaða vegna Leifsstaða lóð F2310045 - 2411014
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna umsóknar Nolls ehf. (kt. 410206-1290) um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II - G íbúðir á Leifsstaðir lóð (F2310045).
Skipulagsnefnd vísar umsagnarbeiðninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35