Skipulagsnefnd

421. fundur 28. október 2024 kl. 08:00 - 08:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Hríshóll - beiðni um efnistöku til eigin nota - 2410010
Guðmundur Óskarsson, sækir um heimild fyrir hönd fyrir hönd Hríshólsbúsins ehf. kt. 640309-0240 til að taka um 1.000 rúmmetra af efni úr landi Hríshólsbúsins ehf., sjá til viðmiðs yfirlitsmynd í fylgiskjali. Vísað er til ákvæðis um minniháttar efnistöku landeiganda til eigin nota í 13. grein skipulagslaga. Áformað er að efnistaka fari fram áður en veiðitímabil hefst í Eyjafjarðará á árinu 2025. Áætluð efnistökudýpt er 1-1,5 metrar og að efnistöku lokinni verður yfirborð efnistökusvæðis jafnað.
Guðmundur Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.
Með vísan til heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin nota í gr. 13 í skipulagslögum nr. 123/2010 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
 
2. Steinhólar (L152772) - umsókn um afmörkun lóðarinnar Steinahlíðar - 2410019
Þórólfur Ómar Óskarsson sækir um heimild sveitarfélagsins til að stofna nýja 2154 fm lóð úr landi Steinhóla (L152772) en innan lóðar eru geymsla og einbýlishús (mhl nr. 02 og 04). Sótt er um að nýja lóðin fái staðfangið Steinahlíð. Merkjalýsing, unnin af Hákoni Jenssyni dags. 03.10.2024, fylgir ásamt F-550 umsókn og veðbandayfirliti.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur. Einnig skal tryggð kvöð um lagnir og fráveitu sem kunna að vera utan lóðarmarka.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:30
Getum við bætt efni síðunnar?