Skipulagsnefnd

420. fundur 14. október 2024 kl. 08:00 - 10:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Syðri-Hóll 3 L221981 - hnitsetning núverandi landamerkja jarðar - 2406004
Fyrir fundinum liggur uppfærð merkjalýsing unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 8. október 2024, þar sem búið er að bregðast við athugasemdum nefndarinnar. Erindinu var frestað á 414. fundi skipulagsnefndar þann 10.6. þar sem undirskriftir allra landeigenda lágu ekki fyrir
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
2. Syðri-Hóll 2 L221980 og Syðri-Hóll 2 lóð L152797 - hnitsetning núverandi landamerkja - 2406005
Fyrir fundinum liggur uppfærð merkjalýsing unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 8. október 2024, þar sem búið er að bregðast við athugasemdum nefndarinnar. Erindinu var frestað á 414. fundi skipulagsnefndar þann 10.6. þar sem undirskriftir allra landeigenda lágu ekki fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
3. Syðri-Hóll L226119 og Syðri-Hóll 1 L152796 - hnitsetning á núverandi landamerkjum - 2406006
Fyrir fundinum liggja uppfærðar merkjalýsingar unnar af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 8. október 2024, þar sem búið er að bregðast við athugasemdum nefndarinnar. Erindinu var frestað á 414. fundi skipulagsnefndar þann 10.6. þar sem undirskriftir allra landeigenda lágu ekki fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
4. Ytri-Hóll 1 L152833 - hnitsetning núverandi landamerkja - 2406007
Fyrir fundinum liggur uppfærð merkjalýsing unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 8. október 2024, þar sem búið er að bregðast við athugasemdum nefndarinnar. Erindinu var frestað á 414. fundi skipulagsnefndar þann 10.6. þar sem undirskriftir allra landeigenda lágu ekki fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Teigs - 2410001
Teigur ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi til að taka 20.000m3 af sandi úr sandeyrum Eyjafjarðarár við Teig. Annars vegar er sótt um leyfi til sandtöku allt að 2.000 m³ til eigin nota og hins vegar leyfi til að selja allt að 18.000 m³. Fyrir liggur umsögn frá Fiskirannsóknum ehf og Veiðifélagi Eyjafjarðarár þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við efnistökuna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi á 20.000 m3 efnistöku til 31. október 2026. Hnykkt er á því að frágangur sandtökusvæðis verði með þeim hætti að ekki séu skildir eftir sandhaugar á svæðinu yfir veiðitímabil ár hvert.
 
6. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Bakkaflöt - 2410007
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri sækir um heimild fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar til að taka um 1.000 rúmmetra af efni úr landi Eyjafjarðarsveitar að Bakkaflöt, landnúmer 235554, sjá til viðmiðs yfirlitsmynd í viðhengi.
Vísað er til ákvæðis um minniháttar efnistöku landeiganda til eigin nota í 13.grein skipulagslaga.
Áformað er að efnistaka fari fram áður en veiðitímabil hefst í Eyjafjarðará á árinu 2025.
Áætluð efnistökudýpt er 1-1,5 metrar og að efnistöku lokinni verður yfirborð efnistökusvæðis
jafnað.
Með vísan til heimildar landeiganda til minniháttar efnistöku til eigin nota í gr. 13 í skipulagslögum nr. 123/2010 leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
 
7. Syðra-Laugaland 2 L236505 - umsókn um breytingu á byggingarreit - 2408010
Fyrir fundinum liggja uppfærð gögn frá umsækjanda í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 16. september sl. þar sem búið er að bregðast við athugasemdum nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
8. Skólatröð 8 - breyting á deiliskipulagi - geymsluskúr, gróðurhús, bílastæði og sorpskýli - 2409028
Lóðarhafi Skólatraðar 8 (L190209), Helgi Már Pálsson, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Óskað er eftir leyfi til að byggja geymsluskúr 3x5m og gróðurhús 3x3m utan byggingarreits. Einnig er óskað eftir auka bílastæði við húsið og sorpskýli við lóðarmörk við Skólatröð 6 sbr. meðfylgjandi erindi og aðaluppdrætti frá EFLU dags 26.02.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
 
9. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390 af vegaskrá - 2409018
Fyrir fundinum liggja upplýsingar frá Vegagerðinni sem nefndin kallaði eftir á fundi sínum þann 30. september sl. þegar erindinu var frestað.
Dagný Linda Kristjánsdóttir víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390 af vegskrá.
Þá leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
 
10. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegaskrá - 2409019
Fyrir fundinum liggja upplýsingar frá Vegagerðinni sem nefndin kallaði eftir á fundi sínum þann 30. september sl. þegar erindinu var frestað.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegskrá.
Þá leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
 
11. Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024 - 2405028
Fyrir fundinum liggja uppfærð gögn, unnin af Batteríinu arkitektum dags. 7. október 2024, þar sem búið er að bregðast við athugasemdum sem nefndin kallaði eftir á 419. fundi nefndarinnar þann 3. október sl. þegar erindinu var frestað.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.
 
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum nefndarinnar á fullnægjandi hátt og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur sömuleiðis til að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?