Skipulagsnefnd

419. fundur 30. september 2024 kl. 08:00 - 09:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Fyrir fundinum liggja uppfærð gögn deiliskipulags íbúðarbyggðar í Ytri-Varðgjá í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 2. september sl. þar sem búið er að bregðast við athugasemdum nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð deiliskipulagsgögn verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
 
2. Fagrabrekka L237823 - byggingarleyfi einbýlishús - 2409016
Byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá eigendum að lóðinni L237823 þar sem sótt er um að byggja einbýlishús. Stofnun lóðarinnar úr upprunalandinu Brekku L152576 var samþykkt af sveitarstjórn 13.06.2024. Ekki er deiliskipulag í gildi á svæðinu og því óskar byggingarfulltrúi umsagnar nefndarinnar um erindið, jafnframt er óskað staðfestingar á að lóðin fái að heita Fagrabrekka.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við byggingaráformin og leggur til við sveitarstjórn að nafnið Fagrabrekka verði samþykkt.
 
3. Stekkjarhóll lnr 234754 - umsókn um byggingu heilsárshúss 2024 - 2402011
Hjörtur Haraldsson óskaði eftir leyfi sveitarstjórnar til að reisa heilsárshús á landspildu sinni Stekkjarhól (L234754). Sveitarstjórn óskaði eftir skipulagslýsingu á fundi sínum 22. janúar sl. Skipulagslýsing hefur nú borist, unnin af Teiknistofu Akureyrar dags. 13.09.2024.
Benjamín Örn Davíðsson víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010.
 
4. Skólatröð 8 - breyting á deiliskipulagi - geymsluskúr, gróðurhús, bílastæði og sorpskýli - 2409028
Lóðarhafi Skólatraðar 8 (L190209), Helgi Már Pálsson, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Óskað er eftir leyfi til að byggja geymsluskúr 3x5m og gróðurhús 3x3m utan byggingarreits. Einnig er óskað eftir auka bílastæði við húsið og sorpskýli við lóðarmörk við Skólatröð 6 sbr. meðfylgjandi erindi og aðaluppdrætti frá EFLU dags 26.02.2024.
 
Umsókna lóðarhafa frá 06.05.2024 um stækkun lóðarinnar sem samþykkt var í sveitarstjórn 16.05.2024 fylgir með til upprifjunar auk samþykkts deiliskipulagsuppdráttar fyrir Hrafnagilshverfi.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
5. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390 af vegaskrá - 2409018
Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390-01 af vegaskrá frá og með næstu áramótum þar sem ekki er föst búseta lengur fyrir hendi á Gnúpufelli. Viðhald og þjónusta vegarins mun því ekki verða á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma. Hægt er að koma með athugasemdir við ofangreinda ákvörðun Vegagerðarinnar til 8. október 2024.
Skipulagsnefnd frestar umræðum um erindið og kallar eftir upplýsingum um vinnureglur Vegargerðarinnar er varðar niðurfellingu vega af vegaskrá og innleiðingu þeirra á ný.
 
6. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegaskrá - 2409019
Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegaskrá frá og með næstu áramótum þar sem ekki er föst búseta lengur fyrir hendi á Kaupangi. Viðhald og þjónusta vegarins mun því ekki verða á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma. Hægt er að koma með athugasemdir við ofangreinda ákvörðun Vegagerðarinnar til 9. október 2024.
Skipulagsnefnd frestar umræðum um erindið og kallar eftir upplýsingum um vinnureglur Vegargerðarinnar er varðar niðurfellingu vega af vegaskrá og innleiðingu þeirra á ný.
 
7. Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024 - 2405028
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Erindi frestað þar til uppfærð skipulagsgögn liggja fyrir.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30
 
Getum við bætt efni síðunnar?