Skipulagsnefnd

418. fundur 23. september 2024 kl. 08:00 - 09:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Rammahluti aðalskipulags - 2211014
Erindi sem frestað var á fundi nefndarinnar 16. september sl. - rammahluti aðalskipulags, þróun byggðar í Vaðlaheiði. Fyrir liggur tillaga að rammahluta til auglýsingar. Rammaskipulagið fjallar um þróun frístunda- og íbúðarbyggðar á svæði sem nær til sveitarfélaganna Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar og markar heildstæða stefnu um landnotkun sveitarfélaganna. Samhliða er unnið að breytingu á gildandi aðalskipulag fyrir hvort sveitarfélag. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 frá Landslagi ehf, dags. 10. september 2024.
 
Minnispunktar af síðustu fundum starfshóps rammahlutans/skipulagsnefndar fylgja með til upprifjunar
Skipulagsnefnd fór yfir drög af rammaskipulagi og samþykkir tillögur að breytingum til sveitarstjórnar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30
Getum við bætt efni síðunnar?