Skipulagsnefnd

417. fundur 16. september 2024 kl. 08:00 - 10:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Reynir Sverrir Sverrisson
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Rammahluti aðalskipulags - 2211014
Tekinn fyrir að nýju rammahluti aðalskipulags? þróun byggðar í Vaðlaheiði. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 4. mars s.l. eftir kynningu vinnslutillögu. Fyrir liggur tillaga að rammahluta til auglýsingar. Rammaskipulagið fjallar um þróun frístunda- og íbúðarbyggðar á svæði sem nær til sveitarfélaganna Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar og markar heildstæða stefnu um landnotkun sveitarfélaganna. Samhliða er unnið að breytingu á gildandi aðalskipulag fyrir hvort sveitarfélag. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 frá Landslagi ehf, dags. 10. september 2024.
Skipulagsnefnd frestar málinu og ákveður að fara betur yfir málið á fundi mánudaginn 23. september 2024.
 
2. Kotra L226737 - umsókn um stofnun nýrrar landeignar og breytta landnotkun - 2403031
Eigendur Kotru (L226737) hafa óskað eftir því að fá að skilgreina landspildu úr jörðinni sem íbúðarsvæði í rammahluta Aðalskipulags um þróun byggðar í Vaðlaheiði sem nú er í vinnslu, sbr. meðfylgjandi erindi dags. 21.03.2024. Sveitarstjórn vísaði erindinu til vinnuhóps um skipulagningu rammahlutans á fundi 15. ágúst sl. Fyrir liggur greining skipulagshönnuðar rammahlutans vegna erindisins.
Skipulagsnefnd bendir á að erfitt yrði að skipuleggja íbúðarbyggð á spildunni vegna aðstæðna á svæðinu. Nefndin bendir einnig á að erfitt yrði að hanna aðkomu að spildunni m.t.t. veghönnunarreglna Vegagerðarinnar um fjarlægð milli vegtenginga og landslags. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu, um að landspildu í landi Kotru verði breytt í íbúðarsvæði í rammahluta Aðalskipulags um þróun byggðar í Vaðlaheiði, verði synjað.
 
4. Syðra-Laugarland L236505 - umsókn um breytingu á byggingarreit - 2408010
Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá SL2 ehf. þar sem sótt er um að endurbyggja íbúðarhúsið (mhl 01) að Syðra-Laugalandi 2 að innan. Jafnframt er sótt um að endurbyggja bílskúr (mhl. 03) á lóðinni og stækka bygginguna.
Umsækjandi hefur uppi áform um að leigja húsnæðið út fyrir ferðamenn. Umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Krark ehf. dags. 08.07.2024 og óskar skipulags- og byggingarfulltrúi umsagnar nefndarinnar um áformin.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir nánari gögnum.
 
5. Hjóla- og göngustígur Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að þjóðvegi 1 - 2405037
Fyrir fundinum liggur greining skipulagshönnuðar á staðháttum og tillaga að því hvernig hjóla- og göngustígur gæti legið frá Hrafnagilshverfi um miðbraut og til norðurs eftir Eyjafjarðarbraut eystri að þjóðvegi 1. Sveitarstjórn tók málið fyrir þann 13.júní sl. og var því vísað til umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd bendir á að samræma þurfi legu hjóla- og göngustígs við ÍB14 og ÍB40 við rammahluta aðalskipulags. Nefndin leggur áherslu á að unnið sé út frá því markmiði að hjóla- og göngustígur verði alltaf sem fjærst vegum skv. valkostagreiningu í gögnum.
 
6. Melaskjól 2 L219084 - umsókn um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu - 2409006
Kristín Thorberg sækir um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu á lóð sinni Melaskjóli 2 (L219084) á Melgerðismelum sbr. meðfylgjandi afstöðumynd en vöntun hefur verið á starfsmannaaðstöðu við hesthúsið á lóðinni. Ekki fylgja teikningar/myndir af húsinu sem ætlunin er að staðsetja á lóðinni en það yrði að hámarki 35 fermetrar. Starfsmannahúsið er hugsað til bráðabirgða og yrði flutt annað þegar stöðuleyfið rennur út.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna.
 
7. Skráning fasteigna í Eyjafjarðarsveit - 2407003
Nefndin fjallar um skráningu húsnæðis í Eyjafjarðarsveit skv. meðfylgjandi minnisblaði.
Lagt fyrir og kynnt.
 
9. Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024 - 2405028
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. júní sl. að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Ölduhverfis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Skipulagstillagan var auglýst frá 26. júlí til 6. september 2024 og bárust 7 umsagnir á auglýsingartímanum. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi við þennan lið.
 
1. Erindi, sendandi RARIK:
Athugasemd a): Sendandi óskar eftir að haft verði samráð vegna uppbyggingar og vegna núverandi lagna á svæðinu.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til ályktunar
 
Athugaemd b) Sendandi bendir á að gera þarf áætlun um fjölda spennistöðva og legu strengja
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa samráð við RARIK um fjölda spennistöðva og legu strengja innan hverfisins.
 
Athugasemd c) Sendandi óskar eftir að fá teikningagrunn af skipulaginu svo hægt sé að hanna lagnakerfi á svæðinu.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
 
2. Erindi, sendandi Minjastofnun Íslands:
Athugaemd: Sendandi bendir á að öskuhaugurinn (Ey-314:015) er í vegstæðinu en þar er að finna minjar frá (líklega ) 18-19 öld. Sendandi bendir á að þar nálægt sé örugglega eldri öskuhaugur og því þurfi að fara mjög varlega þegar grafið verður þar í gegn til að raska ekki meira svæði en nauðsynlegt er við vegagerðina.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bætt verði við ákvæði í kafla 3.3.7 í greinargerð um að gætt verði sérstaklega að raski við vegagerð við fornleif EY-314:015 á skipulagssvæðinu.
 
3. Erindi, sendendur Linda Margrét Sigurðardóttir og Andri Rafn Kristjánsson:
 
Athugasemd a): Sendendur óska eftir því að aðkoman að Kroppi verði sú sama og er í dag. Aðkoman yrði þá í framhaldi af því sem heitir akfær stígur í skipulaginu.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulaghönnuði verði falið að færa aðkomu að Kroppi suður fyrir hús í framhaldi af því sem heitir akfær stígur í skipulaginu.
 
Athugasemd b): Sendendur óska eftir því að hugað verði að hljóðvist frá Bogöldu, t.d. með hljóðmön eða gróðri, þar sem sú gata mun færast nær húsinu þeirra.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að bætt verði við ákvæði í greinargerð skipulags um að koma skuli upp hljóðmön eða gróðri norðan íbúðarhússins á Kroppi til að bæta hljóðvist.
 
 
Athugasemd c): Sendendur benda á að huga þarf að rotþró Kropps sem liggur við aðkomu að Ölduhverfi. Spyrja hvort Kroppur verði tengdur fráveitukerfi Ölduhverfis eða hvort rotþróin eigi að halda sér.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðilar Ölduhverfis þurfi að tengja íbúðarhúsið á Kroppi við fráveitukerfi Ölduhverfis ef núverandi rotþró þarf að víkja.
 
4. Erindi, sendandi Norðurorka:
Athugasemd a) Sendandi bendir á að núverandi dreifikerfi ræður ekki við nýja hverfið að óbreyttu. Leggja þarf sveran stofn að hverfinu, trúlega frá gatnamótum miðbrautar og Eyjafjarðarbrautar vestri og líklega væri best að leggja hann meðfram núverandi vegi fyrir allt hverfið.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði í samráði við Norðurorku að skipulagningu vatnsveitna í hverfinu.
 
Athugasemd b) Sendandi segir að gera þurfi ráð fyrir skipulagðri lóð undir dælustöð/dælukassa fyrir hverfið.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að finna hentuga lóð undir dælustöð fyrir hverfið í samráði við Norðurorku.
 
Athugasemd c) Sendandi bendir á að núverandi vatnstankur Hrafnagilshverfis er í 70 m hæð en efstu húsin í Ölduhverfi eru í um 60 m hæð. Vatnsþrýstingur verði því lítill í efstu húsum skipulagssvæðisins og skoða þurfi vatnsveituna betur með þetta í huga.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu Norðurorku og leggur áherslu á að Norðurorka hugi að hönnun kerfisins í tíma.
 
Athugasemd d) Sendandi óskar eftir að hönnuðir verði í góðu sambandi við Norðurorku vegna útfærslu á vatnsveitu þar sem um nokkra möguleika er að ræða á úrlausn þess máls.
 
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuður verði í samráði við Norðurorku vegna útfærslu vatnsveitu á svæðinu.
 
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindum sem bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra og Vegagerðinni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 3. a og b og 4. b og að svo breytt skipulagstillaga verði tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar.
 
3. Þéttbýli eða drefibýli - munur á skyldum sveitarfélags - 2409001
Nefndin fjallar um minnisblað frá Landslagi dags. 02.09.2024 um skilgreiningu þéttbýlis í skipulagi og áhrif þess fyrir sveitarfélagið.
Lagt fram og kynnt.
 
8. PlanNord - áskoranir í umhverfis- og skipulagsmálum - 2409003
Greinargerð frá SSNE upp úr samnorrænu ráðstefnunni PlanNord sem fjallar um áskoranir í umhverfis- og skipulagsmálum.
Lagt fram og kynnt.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
 
Getum við bætt efni síðunnar?