Skipulagsnefnd

415. fundur 12. ágúst 2024 kl. 08:00 - 10:20 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
  • Fjóla Kim Björnsdóttir.
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
 
Dagskrá:
 
1. Reiðleið um Brúnir - 2308022
Nefndin heldur áfram umfjöllun um legu héraðsreiðleiðar RH7 sem frestað var á fundi nefndarinnar 13. maí sl. þar sem fullnægjandi umsögn Vegagerðarinnar hafði ekki borist. Uppfærð umsögn hefur nú borist. Jafnframt fylgir minnisblað með fundarsögu málsins með til upprifjunar fyrir nefndarfólk.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Frestað
 
2. Brúarland - beiðni um heimild til deiliskipulagningar íbúðarsvæðis á ÍB27 í Rammahluta aðalskipulags - 2406019
Erindi frá Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu sem fyrir hönd landeigenda Brúarlands, Heiðin fasteignir ehf. sækir um heimild sveitarstjórnar til gerðar nýs deiliskipulags fyrir 9 íbúðarlóðir í landi Brúarlands, en svæðið er merkt ÍB27 í rammahluta aðalskipulags sem er í vinnslu. Meðfylgjandi er erindi og deiliskipulagsuppdráttur, dags. 10. júní 2024.
Nefndin bendir á að skipulagstillaga rammahluta aðalskipulags er enn í vinnslu hjá sveitarfélaginu og því er beðið með vinnu við gerð nýrra deiliskipulaga á skipulagssvæðinu þar til rammahluti aðalskipulags hefur öðlast gildi skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði frestað.
Frestað
 
3. Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - baðstaður og hótel - beiðni um breytingu á deiliskipulagi 2024 - 2406030
Ómar Ívarsson sækir, fyrir hönd N10b. ehf., um breytingu á deiliskipulagi Ytri-Varðgjár Vaðlaskógar baðstaðar og hótels sem öðlaðist gildi 31.05.2024. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun byggingarreita Skógarbaða og hótels.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt að því tilskyldu að þessi stækkun samræmist samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Samþykkt
 
4. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí sl. að vísa skipulagstillögu vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, í auglýsingu skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatímabilið var frá 13. júní til 25 júlí sl. og bárust tíu umsagnir sem eru nú til umfjöllunar nefndarinnar.
 
Jafnframt er lögð fram afstaða innviðaráðuneytisins vegna beiðni sveitarfélagsins um undanþágu frá d-lið gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegum, vegna sjö byggingareita fyrir íbúðarhúsnæði í landi Ytri-Varðgjár í 50-60 metra fjarlægð frá Veigastaðavegi, Innviðaráðuneytið telur ekki forsendur til að veita umbeðna undanþágu.
Gögn lögð fram og kynnt. Erindi er frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.
Frestað
 
5. Kotra L226737 - umsókn um stofnun nýrrar landeignar og breytta landnotkun - 2403031
Erindi sem frestað var á fundi skipulagsnefndar 18. apríl sl. þar sem kallað var eftir merkjalýsingu sem hefur nú borist. Stallur ehf. sækir um afmörkun nýrrar 1,16 ha landspildu úr upprundalandeigninni Kotru L226737, samanber meðfylgjandi merkjalýsingu unna af Hákoni Jenssyni dags. 04.06.2024.
Jafnframt er óskað eftir því að spildan fá landnotkunina íbúðarsvæði í aðalskipulagi rammahlutans sem nú er í vinnslu, sabr. meðfylgjandi erindi dags 21.03.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið um stofnun landspildunnar úr upprunalandeigninni Kotru L226737 verði samþykkt. Þá er beiðninni um að spildan fái landnotkunina íbúðarsvæði í aðalskipulagi rammahlutans vísað til vinnuhóps um skipulagningu rammahlutans.
Samþykkt
 
6. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust - umsagnarbeiðni - 2401017
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti að tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði sunnan Naustagötu verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er umsagnar Eyjafjarðarsveitar um tillöguna og er umsagnarfrestur til 15. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Samþykkt
 
7. Holtahverfi ÍB18 Aðalskipulagsbreyting - umsagnarbeiðni - 2407012
Akureyrarbær óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin fellst í því að heimilt verði að byggja lífsgæðakjarna innan vestari reit íbúðarbyggðar ÍB18. Lífsgæðakjarnar eru heiti yfir húsnæði sem er einkum hugsað fyrir eldra fólk þar sem áhersla er á fjölbreytt búsetuform, m.a. hjúkrunarheimili. Skipulagslýsing unnin af Landslagi dags. 05.07.2024 fylgir og er umsagnarfrestur til 7. ágúst nk.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Samþykkt
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
 
Getum við bætt efni síðunnar?