Skipulagsnefnd

414. fundur 10. júní 2024 kl. 08:00 - 11:10 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Ekra 2 - beiðni um heimild til deiliskipulagningar - 2402001
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi 21. mars sl. að óskað yrði eftir undanþágu Innviðaraðuneytisins frá ákvæði d-liðar gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar 90/2013 um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegum vegna byggingarreitar fyrir íbúðarhús á lóðinni Ekru 2 í um 17 metra fjarlægð frá Veigastaðavegi. Afstaða ráðuneytisins liggur nú fyrir og er beiðni sveitarfélagsins um undanþáguna vegna Ekru 2 hafnað.
Með vísan í úrskurð Innviðaráðuneytisins um að hafna undanþágubeiðninni frá ákvæði d-liðar gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar 90/2013 um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegum getur sveitarfélagið ekki veitt heimild til deiliskipulagningar fyrir eitt íbúðarhús á lóðinni að svo stöddu.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitastjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að ræða við landeiganda og ráðuneytið um framhald málsins.
Frestað
 
2. Mikligarður II - umsókn um stofnun lóðar 2023 - 2311009
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Ævars Kristinssonar sem sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir stofnun lóðar úr jörðinni Miklagarði II (L152727) en erindinu var frestað á fundi sveitarstjórnar 22. febrúar sl og var skipulagsfulltrúa falið að afla staðfestingar á lóðarmörkum aðliggjandi landeigna. Nú liggur fyrir merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni, dags. þar sem lóðin hefur verið færð neðan við Finnastaðaveg en upphaflega var hún staðsett ofan við veginn. Hin nýja lóð skal fá heitið Hagahóll.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur.
Samþykkt
 
3. Teigur - umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku 2024 - 2405036
Teigur ehf. óskar eftir framlengingu á áður útgefnu framkæmdaleyfi frá 27. maí 2022 sem var með tveggja ára gildistíma þar sem gefin var heimild til efnistöku úr sandeyrum við Eyjafjarðará við Teig. Ekki hefur tekist að taka allt efnið og er sótt um þriggja vikna framlengingu á framkvæmdaleyfinu eða til og með 19. júní 2024. Meðfylgjandi er umsögn Fiskistofu dags. 26. maí 2024 sem heimilar framlengingu til 19. júní 2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlengingu framkvæmdaleyfis til 19. júní 2024. Hnykkt er á því að frágangur sandtökusvæðis verði með þeim hætti að ekki séu skildir eftir sandhaugar í ánni.
Samþykkt
 
4. Hólmatröð 1 L235818 - skipulagsbreyting bílastæði - 2406008
Sótt er um að fá að breyta deiliskipulagi lóðarinna Hólmatraðar 1 á þann hátt að bílastæði, sem samkvæmt deiliskipulagi eru vestan megin á lóðinni, verði staðsett austan megin á lóð, samanber meðfylgjandi teikningar frá Kollgátu en samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti er heimilt að byggja annað hvort einbýlishús eða parhús á lóðinni Hólmatröð 1.
Skipulagsnefnd telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur því til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi.
Samþykkt
 
5. Brekka L152576 - stofnun lóðar - 2405024
Erindi sem frestað var á seinasta fundi nefndarinnar, umsókn um stofnun lóðar úr jörðinni Brekku L152576. Merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni dags. 5. júní fylgir þar sem lóðin hefur verið stækkuð í 2001 ferketra. Þá fylgir bréf þar sem rök eru færð fyrir staðsetningu lóðar. Jafnframt er óskað eftir byggingarreit fyrir um 135 fermetra íbúðarhús ásamt bílskúr með sambyggðri stúdíóíbúð, um 45 fermetra á lóðinni. Umsókninni fylgir umsögn Veðurstofu Íslands um ofanflóðahættu á svæðinu, dags 30.08.2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur. Ekki er hægt að verða við ósk um að landeignin fái heitið Litli-Lækur þar sem annað hús í Eyjafjarðarsveit hefur þetta nafn. Hákon Bjarki Harðarsson vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt
 
6. Gröf L152616 - umsókn um byggingarreit fyrir vélageymslu - 2406013
Sigurður Ingólfsson, eigandi Grafar L152616 sækir um byggingarreit fyrir 328,6 fermetra geymsluhúsnæði á jörðinni samanber meðfylgjandi byggingarleyfisumsókn og uppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki allra eigenda jarðar L152616 liggur fyrir. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu. Hákon Bjarki Harðarsson vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt
 
7. Laugafell (Fjöllin, austur), stofnun þjóðlendu - 2405026
Mál sem frestað var á seinasta fundi nefndarinnar og frekari upplýsinga óskað, umsókn Forsætisráðuneytisins um að stofna þjóðlendu á Laugafelli innan marka Eyjafjarðarsveitar svo hægt sé að afmarka lóðir utan um mannvirki Ferðafélagsins innan þjóðlendunnar. Óskað var frekari upplýsinga um stærð þjóðlendunnar og ferlið við skráningu hennar og fylgir tölvupóstur með frekari upplýsingum frá sérfræðingi Forsætisráðuneytisins ásamt skjalinu "Verkferlar í þjóðlendumálum". Þá fylgja tölvupóstar um upphaf málsins með til glöggvunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni Forsætisráðuneytis um að stofna þjóðlendu á Laugafelli innan marka Eyjafjarðarsveitar svo hægt sé að afmarka lóðir utan um mannvirki Ferðafélagsins innan þjóðlendunnar samkvæmt framlögðum gögnum. Heiti fasteignar verður Laugafell (Fjöllin, austur).
Samþykkt
 
8. Arnarhóll L152559- hnitsetning núverandi landamerkja jarðarinnar - 2405034
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni dags. 03.05.2024 þar sem verið er að hnitsetja núverandi landamerki jarðarinnar Arnarhóls L152559.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði þinglýst kvöð um aksturs-, göngu- og reiðleið gegnum land Arnarhóls næst Eyjafjarðará samkvæmt uppdrætti.
Samþykkt
 
9. Syðri-Hóll 3 L221981 - hnitsetning núverandi landamerkja jarðar - 2406004
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 31.05.2024 þar sem verið er að hnitsetja núverandi landamerki jarðarinnar Syðra-Hóls 3 L221981.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Frestað
 
10. Syðri-Hóll 2 L221980 og Syðri-Hóll 2 lóð L152797 - hnitsetning núverandi landamerkja - 2406005
Fyrir fundinum liggja tvær merkjalýsingar unnar af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 31.05.2024 þar sem verið er að hnitsetja núverandi landamerki jarðarinnar Syðra-Hóls 2 L221980 og Syðra-Hóls 2 lóð L152797.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Frestað
 
11. Syðri-Hóll L226119 og Syðri-Hóll 1 L152796 - hnitsetning á núverandi landamerkjum - 2406006
Fyrir fundinum liggja tvær merkjalýsingar unnar af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 31.05.2024 þar sem verið er að hnitsetja núverandi landamerki jarðarinnar Syðra-Hóls L226119 og Syðra-Hóls 1 L152796.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Frestað
 
12. Ytri-Hóll 1 L152833 - hnitsetning núverandi landamerkja - 2406007
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 31.05.2024 þar sem verið er að hnitsetja núverandi landamerki jarðarinnar Ytra-Hóls L152833.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Frestað
 
13. Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 5 - 2406010
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar frá Heiðinni ehf. vegna Brúnagerðis 5 (L237393)
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
Frestað
 
14. Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 3 - 2406009
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn Eyjafjarðarsveitar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar frá Heiðinni ehf. vegna Brúnagerðis 3 (L237391).
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
Frestað
 
15. Byttunes L228844 - framkvæmdaleyfi v.haugsetningar á sandi - 2406011
Ölduhverfi ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi til tímabundinnar haugsetningar á sandi á Byttunesi L228844 en efnið á m.a. að nota við gerð tengivegar og við uppbyggingu 1. áfanga Ölduhverfis. Meðfylgjandi er samþykki eiganda Byttuness, Heimavallar ehf., fyrir því að nota megi landið til tímabundinnar haugsetningar á sandi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar haugsetningar á sandi á Byttunesi L 228844 verði samþykkt til eins árs frá því að haugsetning hefst. Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt
 
16. Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024 - 2405028
Erindi sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar þar sem kallað var eftir uppfærðum skipulagsgögnum. Ölduhverfi ehf. óskar eftir því að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi Ölduhverfis sem samþykkt var í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 7. desember 2023. Skipulagsuppdrættir og greinargerð frá Batteríinu dags. 05.06.24. og 07.05.24 fylgja.
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að göngustíg milli norðurenda Norðuröldu og Austuröldu verði bætt við deiliskipulagsuppdráttinn. Einnig þarf að laga texta í greinargerð 2.3 varðandi leiksvæði sem er staðsett við Austuröldu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:10
 
Getum við bætt efni síðunnar?