Skipulagsnefnd

413. fundur 27. maí 2024 kl. 08:00 - 09:55 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
 
Dagskrá:
 
1. Laugarengi L209832 - umsókn um stofnun lóðarinnar Laugasel - 2405010
Erindi sem frestað var á seinasta fundi: Eigendur landeignarinnar Laugarengis (L209832) óska eftir heimild sveitarstjórnar til að stofna 6 ha landspildu úr landeign sinni sem fengi staðfangið Laugasel. Merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni fylgir erindinu, dags. 02.05.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt en kvöð skuli vera á aðgengi að Laufási L222884 í gegnum Laugasel.
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.
 
2. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Fyrir fundinum liggur uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir íbúðarsvæði á Ytri-Varðgjá dags. 17.05.2024 samkvæmt ábendingum frá síðustu fundum skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Sveitarstjórn vísaði uppfærðri tillögu aftur til umfjöllunar skipulagsnefndar á fundi sínum 16. maí síðasliðinn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kafla 3.3 í annarri málsgrein um byggingarreiti verði breytt á þann máta að áhersla skuli lögð "á að samræma heildarmynd innan byggingarreitar". Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
3. Húsnæðisáætlun 2024 - 2402028
Þann 7.mars sl. samþykkti sveitarstjórn að húsnæðisáætlun 2024 fyrir Eyjafjarðarsveit yrði uppfærð varðandi skipulags- og byggingaráform á nýjum íbúðarsvæðum í Vaðlaheiði. Drög af uppfærði húsnæðisáætlun liggur nú fyrir nefndinni þar sem tekið hefur verið tillit til þessara atriða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög af húsnæðisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 verði samþykkt.
 
4. Brekka L152576 - stofnun lóðar - 2405024
Eigandi jarðarinnar Brekku (L152576) óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að stofna íbúðarhúsalóð úr jörðinni sem fengi staðfangið Litli-Lækur. Jafnframt er óskað eftir byggingarreit fyrir um 135 fermetra íbúðarhús ásamt bílskúr með sambyggðri stúdíóíbúð, um 45 fermetra á lóðinni. Umsókninni fylgir umsögn Veðurstofu Íslands um ofanflóðahættu á svæðinu, dags 30.08.2023.
Skipulagsnefnd óskar eftir að stærð lóðarinnar verði endurskoðuð og stækkuð. Óskar skipulagsnefnd jafnframt rökstuðnings fyrir staðsetningu lóðar og aðkomu að henni vegna skerðingar á landbúnaðarlandi.
Hákon Bjarki Harðarson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
 
5. Hrafnatröð 1 - Skipulagsbreyting bílastæði - 2403026
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. apríl síðastliðinn að grenndarkynna beiðni lóðarhafa Hrafnatraðar 1 um breytingu á deiliskipulagi þar sem óskað var eftir því að bílastæði lóðarinnar og þ.a.l. bílskúr fyrirhugaðs húss yrði austast á lóðinni en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir bílastæðum á suð-vestur horni lóðar.
Grenndarkynningunni lauk 18. maí síðastliðinn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað á þeim forsendum að það dragi úr þeim gæðum sem haft var að leiðarljósi við vinnslu skipulagsins.
 
6. Laugafell (Fjöllin, austur), stofnun þjóðlendu - 2405026
Forsætisráðuneytið óskar eftir heimild til að stofna þjóðlendu á Laugafelli innan marka Eyjafjarðarsveitar. Innan þessarar þjóðlendu eru m.a. skálar Ferðafélags Akureyrar í Laugafelli og er stofnun þjóðlendunnar forsenda fyrir því að hægt sé að afmarka og stofna lóðir utan um mannvirki þjóðlendunnar, en Ferðafélagið hefur óskað eftir því að stofnuð verði lóð undir mannvirkin. Meðfylgjandi er umsókn frá Forsætisráðuneytinu ásamt merkjalýsingu dags. 23. maí 2024.
Erindi frestað og nánari upplýsinga verður aflað.
 
7. Háaborg 2 L174046 - stækkun á byggingarreit v.viðbyggingar á vélaskemmu - 2405025
Eigendur Háuborgar 2 (L174046) óska eftir byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi véla- og verkfærageymslu á jörðinni. Viðbyggingin yrði 24,1 fermetra sólstofa við suðurvegg vélaskemmunnar og yrði opnað á milli hennar og tómstundarýmis sem fyrir er í vélaskemmunni. Aðaluppdrættir frá m2hús ehf. fylgja umsókninni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
8. Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa - 2404019
Erindi frá Andreu Olsen og Ingólfi Guðmundssyni fyrir hönd Heiðarinnar fasteigna ehf. þar sem þau draga til baka fyrri umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa við götuna Brúnagerði í Brúarlandi.
Erindi lagt fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
9. Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024 - 2405028
Ölduhverfi ehf. óskar eftir því að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi Ölduhverfis sem samþykkt var í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 7. desember 2023.
Skipulagsnefnd kallar eftir uppfærðum skipulagsgögnum og frestar erindinu til næsta fundar.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
 
10. Aðalskipulag Skagafjarðar endurskoðun - umsagnarbeiðni - 2405029
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um skipulags- og matlýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er umsagnarfrestur til 13. júní næstkomandi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar.
 
11. Reykhús - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2024 - 2405027
Páll Ingvarsson óskar eftir framkvæmdaleyfi til sandtöku í Eyjafjarðará á svæði E24C í landi Reykhúsa. Sótt er um að fá að taka 15.000 rúmmetra af efni og fylgja umsókninni umsögn Fiskistofu (dags. 15.05.24), Fiskirannsókna ehf. (dags. 18.03.24) og Veiðifélags Eyjafjarðarár (dags. 23.04.24).
 
Minnisblað með þeim framkvæmdaleyfum sem gefin hafa verið út á svæðum E14 og E24A-D síðastliðin tvö ár fylgja með til upplýsingar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Skipulagsnefnd leggur til að heimilað efnistökumagn í framkvæmdaleyfinu sé 15.000 rúmmetrar á tveimur árum, um 7.500 rúmmetrar hvort ár, enda hafi verið teknir alls um 30.000 rúmmetar á svæðum E14 og E24 A, B. S. D sl. 24 mánuði sbr. skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55
 
Getum við bætt efni síðunnar?