Skipulagsnefnd

412. fundur 13. maí 2024 kl. 08:00 - 10:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Reiðleið um Brúnir - 2308022
Nefndin heldur áfram umfjöllun um legu héraðsreiðleiðar RH7. Óskað var umsagnar Vegagerðarinnar vegna málsins og er hún hér meðfylgjandi.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins þar sem fullnægjandi umsögn hefur ekki borist frá Vegagerðinni.
 
2. Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa - 2404019
Heiðin fasteignir ehf. fer þess á leit að fjallað verði um fyrirhugaða beiðni umsækjanda um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa við götuna Brúnagerði í landi Brúarlands. Um er að ræða húsin Brúnagerði 2, 3, 4, 5, 6, 8, 11 og 12.
Erindinu var frestað á seinasta fundi nefndarinnar og kemur málshefjandi nú til fundar til að upplýsa nefndina betur um erindið.
Nefndin heldur áfram umfjöllun um erindi Heiðarinnar ehf. varðandi rekstarleyfi fyrir gistiþjónustu í nýbyggðu íbúðarsvæði í Brúnagerði. Fulltrúar nefndarinnar skoðuðu aðstæður á vettvangi þann 3. maí 2024. Ingólfur Guðmundsson og Andrea Olsen fulltrúar Heiðarinnar mættu á fund nefndarinnar og gerðu grein fyrir áformunum. Nefndin telur að rýna þurfi betur í ólíkar sviðsmyndir varðandi nýtingu húsnæðis í gistiþjónustu og fordæmisgildi sem af afgreiðlsu erindisins gæti myndast. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.
 
3. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Fyrir fundinum liggja deiliskipulagsgögn fyrir íbúðarsvæði á Ytri-Varðgjá, dags. 03.05.2024, sem uppfærð hafa verið í samræmi við bókun sveitarstjórnar frá 2. maí sl.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að grænt belti milli Hlíðargjár og Hjallagjár verði útfært á sama hátt og beltið milli Hagagjár og Hólagjár og að ákvæði um útsýni og trjágróður á lóðum verði rýmkað svo lóðarhafar hafi að einhverju marki frjálsari hendur varðandi trjárækt á lóðum sínum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
4. Leifsstaðir land L208303 - beiðni um breytt staðfang 2024 - 2404039
Eigendur landeignarinnar Leifsstaðir land (L208303) sem nýlega var stækkað með sameiningu skika úr Brúarlandi, óska eftir breytingu á staðfangi landeignarinnar. Óskað er eftir því að hið sameinaða land fái staðfangið Sigríðarstaðir.
Skipulagsnefnd telur óheppilegt að staðfang lóðarinnar sé ekki í samræmi við staðföng annarra lóða í götunni og leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði synjað og að lóðin fái staðfangið Brúnagerði 15.
 
5. Skólatröð 8 - umsókn um breytingu á lóðarmörkum - 2405007
Helgi már Pálsson, lóðarhafi Skólatraðar 8, sækir um breytingu á lóðarmörkum Skólatraðar 8, sbr. meðfylgjandi erindi dags. 06.05.2024
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að útbúið verði breytingarblað deiliskipulags vegna óverulegrar deiliskipulagsbreyingar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
6. Bakkatröð 26 - umsókn um stækkun lóðar - 2405009
Lóðarhafar Bakkatraðar 26, sækja um heimild sveitarstjórnar til að stækka lóðina til vesturs og suðurs, sbr. meðfylgjandi erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað en að lóðarhöfum í Bakkatröð 26-30 verði boðinn samningur um víkjandi afnotarétt vegna svæðis sunnan lóðarinnar.
 
7. Espihóll - umsókn um stofnun lóðar 2024 - 2404017
Nefndin fjallar um erindi sem frestað var á seinasta fundi, umsókn um stofnun landspildu úr jörðinni Espihóli en hún skal fá staðfangið Lundur. Kallað var eftir merkjalýsingu og hefur hún nú borist, unnin af Hákoni Jenssyni, dags. 08.04.2024. Jafnframt fylgir eyðublaðið F-550, umsókn um stofnun nýrrar landeignar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda verði aðgengi að Lundi um lóðina Espilund.
 
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
8. Laugarengi L209832 - umsókn um stofnun lóðarinnar Laugasel - 2405010
Eigendur landeignarinnar Laugarengis (L209832) óska eftir heimild sveitarstjórnar til að stofna 6 ha landspildu úr landeign sinni sem fengi staðfangið Laugasel. Merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni fylgir erindinu, dags. 02.05.2024.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30
 
Getum við bætt efni síðunnar?