Dagskrá:
1. Stóri-Dalur - umsókn um stofnun sjö nýrra lóða - 2308015
Nefndin heldur áfram umfjöllun um mál sem frestað var á seinasta fundi nefndarinnar; stofnun sjö nýrra lóða úr jörðinni Stóra-Dal L152777
Fyrir fundinum liggur uppfærður uppdráttur dags. 24. janúar 2024 þar sem lóð sem nefnd
var "Náma" í upprunalegu erindi hefur verið felld út svo eftir standa sex lóðir. Á lóðunum "Þríhyrningi" og "Friðardal" er merktur byggingarreitur fyrir frístundahús sem einnig er sótt um samþykki sveitarstjórnar fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt með þeim skilyrðum að kvöð verði lýst á landeignirnar svo aðkoma og lagnaleiðir séu tryggðar að öllum hlutaðeigandi landeignum auk lands innar í dalnum. Auk þess áréttar skipulagsnefnd að byggingarheimildir fylgi ekki öðrum lóðum en Þríhyrningi og Friðardal. Samhliða byggingarleyfisumsókn á lóðunum þarf að ganga úr skugga um að ekki sé ofanflóðahætta til staðar á svæðinu.
2. Þormóðsstaðir L152844 - beiðni um skráningu landamerkja 2024 - 2402023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigtryggi Veigari Herbertssyni þar sem hann óskar eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir hnitsettum landamerkjum Þormóðsstaða og Draflastaða. Jafnframt óskar hann eftir að afréttarsvæði Þormóðsstaða og Þormóðsstaða II sé tekið úr afréttarnotkun. Með erindinu fylgir landamerkjauppdráttur dags 27.09.23.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til undirritun beggja eigenda Þormóðsstaða hefur borist.
3. Húsnæðisáætlun 2024 - 2402028
Fyrir nefndinni liggur húsnæðisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit fyrir árið 2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skýrslan verði uppfærð varðandi skipulags- og byggingaráform á nýjum íbúðarsvæðum í Vaðlaheiði. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
4. Rammahluti aðalskipulags - fráveita utan þéttbýlis - 2402025
Við yfirstandandi gerð rammahluta aðalskipulags vegna íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði hafa komið fram vangaveltur um fráveitumál utan þéttbýlis. Meðfylgjandi er minnisblað með lögmannsáliti á fráveitukerfi fyrirhugaðra íbúðar- og frístundasvæða í Vaðlaheiði.
Lagt fram til kynningar.
5. Rammahluti aðalskipulags - 2211014
Nefndin fjallar um athugasemdir og ábendingar sem bárust við kynningu vinnslutillögu rammahluta Aðalskipulags í Vaðlaheiði en kynningartímabili lauk 14. febrúar sl. Meðfylgjandi er minnisblað með innkomnum umsögnum ásamt minnispunktum sem teknir voru saman á kynningarfundi um verkefnið þann 1. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
6. Fundarplan skipulagsnefndar í kringum páska 2024 - 2403001
Fundarplan skipulagsnenfndar í kringum páskana lagt fram til umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25