Skipulagsnefnd

407. fundur 19. febrúar 2024 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels - 2208016
Skipulagsnefnd heldur áfram umfjöllun um athugasemd Vegagerðarinnar vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulags fyrir Hótel Gjá í landi Ytri-Varðgjár sem frestað var á 404. fundi nefndarinnar (athugasemd 8c). Haft hefur verið frekara samráð við Vegagerðina um staðsetningu hreinsistöðvar fráveitu og hefur Vegagerðin fallist á að hreinsistöðin verði staðsett eins og fram kemur í auglýstri skipulagstillögu. Fyrir fundinum liggja einnig uppfærðar aðal- og deili skipulagstillögur 1. og 12. febrúar 2024 auk greinargerðar hönnuða vegna aukningar byggingarmagns í deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstum skipulagstillögum verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 1c, 3a, 4a, 5b, 5c, 8e, 9e, 9f og 10c á 404. fundi nefndarinnar. Ennfremur leggur nefndin til við sveitarstjórn að skilmálar um lendingarstað verði felldir úr auglýstum tillögum, að skipulagsmörk deiliskipulags að austan og sunnan verði samræmd við mörk V/Þ 22 í aðalskipulagstillögu, og að byggingarmagn verði aukið til samræmis við greinargerð hönnuða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttar aðal- og deiliskipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
 
Anna Guðmundsdóttir vék af fundinum við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
2. Mikligarður II - umsókn um stofnun lóðar 2023 - 2311009
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Ævars Kristinssonar sem sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir stofnun lóðar úr jörðinni Miklagarði II (L152727) en erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 6. nóvember sl. Erindinu fylgir hnitsett loftmynd og umsókn um stofnun nýrra landeigna og skal nýja lóðin fá heitið Hagahóll.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi verði samþykkt.
 
3. Stóri-Dalur - umsókn um stofnun sjö nýrra lóða - 2308015
Fyrir fundinum liggur erindi frá eiganda Stóra-Dals L152777 þar sem óskað er eftir að stofnun 7 lóða úr jörðinni en erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 28. ágúst 2023. Erindinu fylgir umsókn um stofnun landeigna og hnitsettur uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags 24.01.2024.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að sannreyna landamerki aðliggjandi jarða á lóðaruppdrætti sem fylgir erindinu.
 
4. Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 - umsögn 2024 - 2402010
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og fylgir skipulagslýsing dags janúar 2024 erindinu, unnin af Landslagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.
 
5. Stekkjarhóll lnr 234754 - umsókn um byggingu heilsárshúss 2024 - 2402011
Hjörtur Haraldsson óskar eftir leyfi sveitarstjórnar til að reisa heilsárshús á landspildu sinni Stekkjarhól (L234754). Meðfylgjandi er uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 09.02.2024 sem sýnir fyrirhugaðan byggingarreit.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að málshefjanda verði heimilað að vinna deiliskipulag vegna byggingaráformanna og að kallað verði eftir skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
6. Brúarland - fyrirspurn varðandi skipulagningu á íbúðasvæði 2024 - 2402019
Fyrir nefndinni liggur fyrirspurn frá Kollgátu ehf. f.h. eigenda jarðarinnar Brúarlands (L152578) um heimild til breytingar á núgildandi aðalskipulagi og deiliskipulagningar nýs íbúðarsvæðis austan og norðan við núverandi íbúðarhúsabyggð í Brúnahlíð og Brúnagerði, Fyrirspurninni fylgja drög að deiliskipulagsuppdrætti fyrir svæðið dags. 06.02.2024.
Nefndin bendir á að skipulagstillaga rammahluta aðalskipulags, sem nú er í vinnslu, gerir ráð fyrir að landnotkunarflokki umrædds lands verði breytt í íbúðarsvæði. Nefndin áréttar að drög að deiliskipulagi sem fylgja erindinu samræmast ekki skilmálum fyrrnefndar tillögu rammahluta aðalskipulags.
 
7. Þormóðsstaðir L152844 - beiðni um skráningu landamerkja 2024 - 2402023
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sigtryggi Veigari Herbertssyni þar sem hann óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við hnitsettum landamerkjum Þormóðsstaða og Draflastaða og fylgir landamerkjauppdráttur dags 27.09.23.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
8. Ytra-Laugaland L152830 - Akraborg, umsókn um stofnun lóðar - 2402021
Hrafnagil ehf. sækir um stofnun lóðar úr landi Ytra-Laugalands L152830 og fylgir erindinu umsóknareyðublað F-550 og hnitsettur uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 13.02.2024. Hin nýja lóð á að fá heitið Akraborg.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
Hákon Bjarki Harðarson vék af fundinum við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
9. Reykhús 4 - beiðni um að færa spildu undir bújörð 2024 - 2402008
Eigendur Reykhúsa óska eftir að spildan Reykhús 4 (L152743) verði færð undir bújörðina Reykhús (L152741)
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45
Getum við bætt efni síðunnar?