Skipulagsnefnd

406. fundur 05. febrúar 2024 kl. 08:00 - 09:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingafulltrúi

Dagskrá:

1.

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust - umsagnarbeiðni - 2401017

 

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 16. janúar sl. að kynna lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Eyjafjarðarsveitar um lýsinguna og er umsagnarfrestur til 13. febrúar 2024.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.

 

   

2.

Ekra 2 - beiðni um heimild til deiliskipulagningar - 2402001

 

Ingibjörg Helgadóttir, eigandi lóðarinnar Ekru 2 L204498, sækir um heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja lóðina fyrir eitt íbúðarhús.

 

Skipulagsnefnd telur að byggingaráformin sem lýst er í erindinu samræmist gildandi aðalskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að málshefjanda sé heimilað að vinna deiliskipulag fyrir lóð sína skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.

Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - fyrirspurn - 2401019

 

Fyrir fundinum liggur fyrirspurn frá eigendum Ekru um deiliskipulagstillögu vegna hótelbyggingar í Ytri-Varðgjá Vaðlaskógi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels - 2208016

 

Nefndin heldur áfram umfjöllun um innkomin erindi vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulagstillaga vegna áforma um hótelbyggingu í landi Ytri-Varðgjár.

Jafnframt er meðfylgjandi erindi þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gögnum deiliskipulagsbreytingar frá auglýstri tillögu þar sem gerð yrði breyting á hámarks byggingarmagni og byggingarreitur breytist.

 

Skipulagsnefnd kallar eftir ítarlegri upplýsingum um breytingu á skipulagsskilmálum varðandi byggingarmagn. Skipulagsnefnd kallar ennfremur eftir skipulagstillögum sem uppfærðar hafa verið í samræmi við tillögu skipulagshönnuðar dags. 31. janúar 2024. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilmálum um notkun lendingarstaðar verði bætt við deiliskipulagstillögu.

Anna Guðmundsdóttir vék af fundinum við afgreiðslu málsins.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

Getum við bætt efni síðunnar?