Dagskrá:
1.
|
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust - umsagnarbeiðni - 2401017
|
|
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 16. janúar sl. að kynna lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Eyjafjarðarsveitar um lýsinguna og er umsagnarfrestur til 13. febrúar 2024.
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
|
|
|
|
2.
|
Ekra 2 - beiðni um heimild til deiliskipulagningar - 2402001
|
|
Ingibjörg Helgadóttir, eigandi lóðarinnar Ekru 2 L204498, sækir um heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja lóðina fyrir eitt íbúðarhús.
|
|
Skipulagsnefnd telur að byggingaráformin sem lýst er í erindinu samræmist gildandi aðalskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að málshefjanda sé heimilað að vinna deiliskipulag fyrir lóð sína skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
3.
|
Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - fyrirspurn - 2401019
|
|
Fyrir fundinum liggur fyrirspurn frá eigendum Ekru um deiliskipulagstillögu vegna hótelbyggingar í Ytri-Varðgjá Vaðlaskógi.
|
|
Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
4.
|
Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels - 2208016
|
|
Nefndin heldur áfram umfjöllun um innkomin erindi vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulagstillaga vegna áforma um hótelbyggingu í landi Ytri-Varðgjár.
Jafnframt er meðfylgjandi erindi þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gögnum deiliskipulagsbreytingar frá auglýstri tillögu þar sem gerð yrði breyting á hámarks byggingarmagni og byggingarreitur breytist.
|
|
Skipulagsnefnd kallar eftir ítarlegri upplýsingum um breytingu á skipulagsskilmálum varðandi byggingarmagn. Skipulagsnefnd kallar ennfremur eftir skipulagstillögum sem uppfærðar hafa verið í samræmi við tillögu skipulagshönnuðar dags. 31. janúar 2024. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skilmálum um notkun lendingarstaðar verði bætt við deiliskipulagstillögu.
Anna Guðmundsdóttir vék af fundinum við afgreiðslu málsins.
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30