Dagskrá:
1.
|
Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
|
|
Fyrir fundinum liggur erindi frá Skipulagsstofnun vegna yfirferðar stofnunarinnar á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Espihóls (Espilaut) skv. 1 mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
Skipulagsnefnd bendir á að staðsetning byggingarreits helgast af því að svæðið fjær þjóðvegi er talsvert bratt og hentar því illa til húsbygginga auk þess sem staðsetningin er í samræmi við byggðarmynstur sem fyrir er á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá þjóðvegi. Nefndin leggur ennfremur til að viðeigandi veitum verði bætt á skipulagsuppdrátt og að svo breyttar skipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi nefndarinnar við afgreiðslu þessa liðar.
|
|
|
|
2.
|
Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
|
|
Kynning deiliskipulagstillögu á vinnslustigi vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár lauk 14. janúar sl. og bárust níu erindi á kynningartímabliinu. Nefndin fjallar um innkomin erindi.
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að bregðast við innkomnum athugasemdum á eftirfarandi hátt: -tengingu íbúðarsvæðis við Veigastaðaveg verði fundinn staður í samræmi við tilsögn Vegagerðarinnar og með hliðsjón af vegtengingum við ný íbúðarsvæði sem fyrirhuguð eru í næsta nágrenni. -gerð verði grein fyrir bundnu slitlagi á íbúðargötum. -gerð verði grein fyrir rykbindingu vinnusvæðis á framkvæmdatíma ef mikillar rykmengunar verður vart. -metið verði í skipulagsgreinargerð hvort unnt sé að samnýta hreinsistöð fráveitu með fyrirhugaðri byggð neðan vegar. -ákvæði um lýsingu á íbúðarsvæði verði samræmd við ákvæði rammahluta aðalskipulags fyrir Heiðina sem í vinnslu er. -gert verði ráð fyrir að uppbyggingin skiptist í u.þ.b. 15 íbúða áfanga í samræmi við ákvæði rammahluta aðalskipulags fyrir Heiðina sem í vinnslu er. -að fjallað verði um ofanflóðahættu á svæðinu í greinargerð deiliskipulags. -að bætt verði við gönguleið milli íbúðarsvæða til suðurs neðar en fram kemur í núverandi tillögu. -hæðarlínur á deiliskipulagsuppdrætti verði merktar og gerð grein fyrir hæðarlegu efstu húsa með hliðsjón af athugasemd Norðurorku. Auk þess verði skipulagshönnuði falið að hafa viðeigandi hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.
|
|
|
|
3.
|
Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016
|
|
Nefndin heldur áfram umfjöllun um innkomin erindi vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulagstillaga vegna áforma um hótelbyggingu í landi Ytri-Varðgjár.
|
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar fyrirhugaðs hótels frá vatnsbakka sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð.
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
|
|
|
|
4.
|
Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022 - 2210043
|
|
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 25. ágúst 2022 að fram færi endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Aðalskipulagshönnuður mætir á fund nefndarinnar klukkan 9. Meðfylgjandi er minnisblað með tillögum að breytingum á aðalskipulagi.
|
|
Ómar Ívarsson kemur á fund nefndarinnar og fer yfir fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags.
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45