Dagskrá:
1. Rammahluti aðalskipulags - 2211014
Fyrir fundinum liggur skipulagstillaga fyrir Heiðina - rammahluta aðalskipulags, unnin af Önnu Kristínu Jónsdóttur hjá Landslagi dags. 1. desember 2023. Gögnin hafa verið uppfærð með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu á sameiginlegum samráðsfundi sveitarstjórna og skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagstillögu sé breytt í samræmi við minnisblað sem tekið var saman á fundinum, og að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30