Skipulagsnefnd

399. fundur 23. október 2023 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Reynir Sverrir Sverrisson
Starfsmenn
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Brúnaholt - umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús - 2306003
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um erindi frá eigendum Brúnaholts L 152581 þar sem óskað er eftir að stækka lóðina og fá samþykki fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stækkun lóðinarinnar Holt, út úr Brúnaholti, og byggingarreitur verði samþykkt.
 
2. Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 - 2309015
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um aðalskipulagsbreytingu þar sem að mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi verði breytt til samræmis við eldra skipulag. Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi á Jódísarstöðum L. 152664 og unnið verður deiliskipulag samhliða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010.
 
3. Hvítbók um skipulagsmál - 2309044
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um Hvítbókina.
Drög að hvítbók um skipulagsmál hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lögð fram endurskoðuð landsskipulagsstefna til fimmtán ára ásamt aðgerðaáætlun til fimm ára. Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 31. október nk.
Í landsskipulagsstefnu er sett fram stefna ríkisins um skipulagsmál á landsvísu. Hún tekur til hálendis Íslands, dreifbýlis, þéttbýlis og haf- og strandsvæða. Stefnan byggist á eftirfarandi framtíðarsýn í skipulagsmálum: „Að skipulag stuðli að sjálfbærri þróun og lífsgæðum, styðji samkeppnishæfni og sé sveigjanlegt og stuðli að viðnámsþrótti gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum.“
Lagt fram og kynnt á seinasta fundi.
Skipulagsfulltrúa falið að skrifa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
 
4. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags - 2310008
Fyrir fundinum liggur erindi frá svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir að að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Erindi frestað á seinasta fundi.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að halda áfram samvinnunni við önnur sveitarfélög í Eyjafirði og að farið verði í að endurskoða ákveðna kafla í svæðisskipulaginu í takt við þróun samfélagsins. Uppfæra þarf til dæmis samgöngukaflann og meðhöndlun úrgangs.
 
5. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing frá Lilium teiknistofu fyrir deiliskipulag athafnasvæðis á Bakkaflöt L 235554, Eyjafjarðarsveit.
Erindi frestað á seinasta fundi.
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir að skipulagslýsingin verði uppfærð í samræmi við umræðuna á fundinum.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?