Skipulagsnefnd

398. fundur 09. október 2023 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Finnastaðir - beiðni frá HMS um aðgreiningu staðfanga - 2306026
Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 17. ágúst síðastliðinn var lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað var úrbóta á staðfangaskráningu á jörðunum Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit. Tvær jarðir eru skráðar með staðfangið Finnastaðir í sveitarfélaginu og var því óskað eftir að staðfangi annarar jarðarinnar yrði breytt til að auðvelda aðgreiningu. Sveitarstjórn samþykkti að kallað yrði eftir sjónarmiðum eigenda á að breyta staðfangi jarðarinnar Finnastaða, sem staðsett er í Sölvadal, í Finnastaðir í Sölvadal. Erindi var sent eigendum Finnastaða í Sölvadal þar sem óskað var sjónarmiða þeirra á að staðfangi jarðarinnar yrði breytt skv. ofansögðu og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jörðin fái því nafnið Finnastaðir í Sölvadal.
 
2. Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis - 2303030
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 14. september 2023 að
vísa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í
landi Stóra-Hamars 1 (L152778), í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsverkefnið snýr að því að skilgreina efnistökusvæði í landi Stóra-Hamars 1 sem í gildandi
aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Sjö umsagnir bárust á kynningartímabilinu sem lauk 5. okt.2023. Nefndin fjallar um innkomnar umsagnir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa aðalskipulagstillögunni í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
3. Teigur - umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku 2023 - 2310011
Fyrir fundinum liggur beiðni um framkvæmdarleyfi frá Ingva Stefánssyni yrir hönd Teigs ehf. fyrir efnistöku sem ran út í maí sl. verði framlengt um eitt ár. skv. uppl. frá Valtý Birni hjá Nesbræðrum var búið að taka 6290 m3 af sandi. Því er óskað eftir leyfi fyrir efnistöku fyrir allt að 8.700 m3 á efnissvæði sbr. kort í viðhengi. Magnið yrði því allt að 15.000 m3
Leyfi Fiskistofu er einnig í viðhengi og gildir til 26. maí 2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið enda liggja fyrir öll nauðsynleg gögn.
Skipulagsnefnd leggur til að efnistökuheimild verði framlengt enda hafi heimiluði magni á tímabilinu ekki verið náð. Einungis voru teknir 6.300 rúmmetrar af efni á tímabili framkvæmdaleyfisins. Því verði framkvæmdaleyfi gefið út á ný til eins árs með heimilaða efnistöku uppá 8.700 rúmmetra í samræmi við skilmála um efnistöku í kafla 5.6 í greinargerð aðalskipulags, breytingarblað staðfest 8. júlí 2021.
 
4. Háaborg - umsókn um stofnun lóðar - 2309035
Skipulagsnefnd hefur borist erindi frá Óðni Ásgeirssyni þar sem að hann óskar eftir að stofnuð verði lóð fyrir íbúðarhúsnæðið á jörðinni Háaborg. Fasteignanúmer jarðarinnar er F2219399, merking 00, fasteignanúmer íbúðarhúsnæðisins er það sama en merking er 05 0101. Lóðin ásamt íbúðarhúsnæði skal fá nýtt fasteignanúmer en jörðin og allar aðrar byggingar á henni skulu halda sínu fasteignanúmeri. Jafnframt óskar hann eftir því að nafni jarðarinnar Háaborg verði breytt í Háaborg 2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 2211015
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um erindið frá Herði Snorrasyni fyrir hönd Heimavallar ehf. vegna framkvæmdaleyfis til endurbóta á landbúnaðarlandi og stækkun túna.
 
Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn frá Óshólmanefnd, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Ofangreindir aðilar hafa fjallað um málið og sent inn umsagnir.
 
Emilía Baldursdóttir og Hólmgeir Karlsson mæta til fundar fyrir hönd Óshólmanefndar undir þessum lið.
Innsendar umsagnir rædddar, afgreiðslu frestað.
 
6. Hvítbók um skipulagsmál - 2309044
Drög að hvítbók um skipulagsmál hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lögð fram endurskoðuð landsskipulagsstefna til fimmtán ára ásamt aðgerðaáætlun til fimm ára. Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 31. október nk. Stefnudrögin verða einnig kynnt og rædd á Skipulagsdeginum sem haldinn verður 19. október.
 
Í landsskipulagsstefnu er sett fram stefna ríkisins um skipulagsmál á landsvísu. Hún tekur til hálendis Íslands, dreifbýlis, þéttbýlis og haf- og strandsvæða. Stefnan byggist á eftirfarandi framtíðarsýn í skipulagsmálum: „Að skipulag stuðli að sjálfbærri þróun og lífsgæðum, styðji samkeppnishæfni og sé sveigjanlegt og stuðli að viðnámsþrótti gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum.“
Lagt fram og kynnt.
Verður tekið fyrir aftur og afgreitt á næsta fundi.
 
7. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 12. fundar - 2310010
Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 13. september 2023.
Lagt fram og kynnt.
 
8. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags - 2310008
Fyrir fundinum liggur erindi frá svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir að að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna varðandi endurskoðunina, hvaða kafla ætti helst að styrkja eða uppfæra og eins ef talin er þörf á viðbótarköflum. Nefna má t.d. málefni ferðaþjónustu sem hefur áður verið rætt að gera skipulag um, umræðu um flokkun landbúnaðarlands og þróun þéttbýlis og búsetu. Þá stendur til að gera skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð og mögulega
stærra svæði, sú vinna gæti orðið á sama tíma og þá í takt við endurskoðun svæðisskipulagsins.
Erindi frestað.
 
9. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing frá Lilium teiknistofu fyrir deiliskipulag athafnasvæðis á Bakkaflöt, Eyjafjarðarsveit.
Lagt fram og kynnt.
Erindi frestað.
 
10. Umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytið - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti - 2309038
Fyrir fundinum liggur bréf frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um innviði fyrir orkuskipta Til að ná markmiðum Íslands í orku- og loftslagsmálum þarf orkuskipti í samgöngum á landi. Í umhverfis- og orku og loftslagsráðuneytinu er unnið að endurskoðun fyrirliggjandi aðgerðaáætlunar um orkuskipti frá árinu 2017. Bent hefur verið á að til að ná fyrrgreindum markmiðum þurfi að
byggja hratt upp hleðsluinnviði og dreifi- og flutningskerfi raforku.
Mikilvægi orkuskipta birtast m.a. drögum að nýrri landsskipulagsstefnu innviðaráðherra (hvítbók), en þar eru loftslagsbreytingar og orkumál meðal viðfangsefna. Orkustofnun hefur enn fremur bent á að æskilegt sé að sveitarfélög útbúi orkuskiptaáætlun á sínu svæði í góðu samráði við helstu hagaðila, þ.m.t. dreifiveitur. Markmið orkuskiptaáætlunar er vera leiðarljós við skipulagsvinnu þannig að unnt sé að skapa svigrúm til nauðsynlegrar uppbyggingar innviða í skipulagi og hafa til reiðu mögulegar lóðir sem henta.
Lagt fram til kynningar.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?